Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 11:47 Stór hluti Gasastrandarinnar er óbyggilegur og mun ástandið líklega ekki skána með auknum hernaði Ísraela þar á næstu mánuðum. AP/Ariel Schalit Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í samtali við fréttamann Channel 12 í morgun sagði Smotrich að Ísraelar ætluðu að hernema Gasaströndina og að þeir myndu aldrei fara aftur. Þeir ætluðu að vinna fullnaðarsigur. Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt áætlun um að hernema Gasaströndina alfarið á næstu mánuðum og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Verið er að kalla tugi þúsunda varaliðsmanna til herþjónustu sem eiga að taka þátt í hernáminu. Smotrich sagði einnig að Ísraelar ætluðu að taka alfarið yfir stjórn mannúðaraðstoðar á Gasa og aðskilja Hamas frá íbúum svæðisins. Ísraelar vilja taka yfir dreifingu neyðarbyrgða til íbúa og í kjölfarið opna á flæði þeirra aftur inn á svæðið. Yfirvöld í Ísrael segja að neyðarstoðin og það að dreifa henni hjálpi Hamas. AP fréttaveitan segir vísbendingar um að Ísraelar vilji nota öryggisfyrirtæki til að dreifa birgðum um svæðið en forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna segjast ekki ætla að taka þátt í því. Sameinuðu þjóðirnar saka Ísraela um að ætla að nota mannúðaraðstoð sem vopn í hernaði. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Sjá einnig: Ætla að hernema Gasaströndina Times of Israel hefur eftir Miki Zohar, menningarráðherra, að þó hernámið ógnaði þeim gíslum sem Hamas-liðar halda enn á Gasa væri enginn annar kostur í stöðunni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagði á dögunum að frelsun gíslanna væri ekki helsta markmið ríkisstjórnarinnar. Sigur gegn Hamas væri markmiðið og leiddi það til mikillar reiði meðal fjölskyldna gíslanna. Talið er að Hamas haldi 59 manns í gíslingu en þar af eru 35 sagðir látnir. Vill enn flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands Ísraelar hertóku Gasaströndina fyrst árið 1967 en hörfuðu þaðan árið 2005. Tveimur árum eftir það tóku Hamas-liðar völdin þar og hafa stjórnað svæðinu síðan. Samkvæmt nýjum ætlunum Ísraela yrði innrás gerð úr norðri og myndi hún þvinga hundruð þúsunda íbúa Gasastrandarinnar til suðurs, þar sem aðstæður eru og hafa lengi verið ömurlegar. Átökin á svæðinu og linnulausar loftárásir Ísraela hafa gert stóran hluta Gasastrandarinnar óbyggilegan og drepið þúsundir Palestínumanna. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega 52 þúsund liggja í valnum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur talað um að Bandaríkin eignist Gasaströndina og geri hana að „Rivíeru Mið-Austurlanda“. Netanjahú er sagður vilja framfylgja þeirri áætlun og flytja íbúa til Jórdaníu og Egyptalands.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51 Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05 Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Aðgerðasinnar um borð í skipi sem er á leið til Gaza strandarinnar með hjálpargögn segja að drónaárás hafi verið gerð á skipið þar sem það var statt á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Möltu í nótt. 2. maí 2025 07:51
Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Ísraelsher viðurkennir að hafa drepið starfsmann Sameinuðu þjóðanna í skriðdrekaárás á Gasa í mars. Herinn hafði áður neitað sök. 24. apríl 2025 22:41
Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24. apríl 2025 12:05
Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“. 22. apríl 2025 09:17