Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2025 15:01 Á langri starfsævi, í meira en 40 ár starfaði ég sem kennari í íslensku skólasamfélagi. Ég tel mig, í ljósi þess, hafa rétt til og vit á að skrifa þau orð sem fylgja þessum inngangsorðum mínum. Það er þannig með kennara hjartað, þegar þú gefur það einu sinni, af mikilli ást , þá er ekki svo auðvelt að hætta að hafa skoðun á gangi mála í þeim heimi sem þú hefur lifað og hrærst í, í áratugi. Ég tala nú ekki um, þegar aðaláhugamál þitt tengist ævistarfinu órjúfanlegum böndum! Sagt er, að eftir höfðinu dansi limirnir. Íslenskt menntakerfi er svo óheppið, að hafa ekki haft fólk í starfi menntamálaráðherra, sem brennur fyrir menntamál, í langan tíma. Ég vil meira að segja, gerast svo djörf að fara tuttugu ár eða meira aftur í tímann. Það hefur vantað alúð í málaflokkinn og hugsjónir. Það er ekki nóg að segjast brenna fyrir einhvern málaflokk, verkin þín þurfa að tala og það þarf að vera eitthvert vit í þeim. Sumir ráðherrar hafa samt verið iðnir við að búa til afrekaskrá sína í starfi, aðrir hafa stundað lýðskrum og enn aðrir hafa stytt framhaldsskólann, þar með stytt skólagöngu sem hverfist um skemmtilegustu og mestu mótunarár einstaklingsins, allt í þágu excel reikninga. Það sem skort hefur er sömuleiðis skynsamleg meðferð þess fjármagns sem í það og það skiptið hefur verið veitt til málaflokksins. Það hefur líka skort fagvitund þeirra sem ráðherraembættum málaflokksins hafa gegnt. Nóg hefur verið og er um ráðgjafa og lögfæðinga, sem eiga að sjá um að lestin fari ekki út af sporinu í ráðuneyti menntamála og að excel skjölin séu stemmd rétt af. Það er hins vegar aldrei það sama að hafa aðstoðarmenn og að varða sínar leiðir í embætti rmenntamálaráðherra sjálfur og af einhverri mennta og skólasýn. Það þarf líka að hafa metnað og heildarsýn yfir námsskrár leik, grunn og franhaldsskóla. Eins og er, eru þessar námsskrár aðskilin plögg, ég vil kalla þau skrautplögg, vegna þess að þau fara vel á heimasíðum ráðuneytisins en er alls ekki alltaf farið eftir, af misjöfnum ástæðum. Enginn ráðherra mér vitanlega hefur hvorki haft döngun í sér né áhuga á að tengja námsskrárnar til að skapa heildstæða sýn á hvert þú ætlar og hvernig þú ætlar að komast þangað. Aðgerðirnar hafa of oft minnt á einskonar félagsvist, þar sem ekki er krafist of mikillar hugsunar. Mín sýn er sú, að hvert skólastig eigi að skila sínu. Leikskólinn á að skila sínu og sýna metnað fyrir faglegum og félagslegum gildum. Ég er sjálf svo heppin , að eiga tvö barnabörn sem hafa verið í leikskóla Hjallastefnunnar. Þeir koma báðir læsir upp úr leikskólanum, eru slyngir í félgslegum fléttum, kunna að lesa náttúruna, þekkja plöntur, fugla og vita ýmislegt um umhverfi. Get ekki fullþakkað dásamlegum og metnaðarfullum kennurum þessa leikskóla, nægilega fyrir alla natnina og það að skila þeim svona færum upp á næsta skólastig. Mér finnst í raun staðan vera þannig, að leikskólastefna Hjallastefnunnar, sé eina skólastigið sem skilar sínu hlutverki virkilega vel. Í grunnskólanum er flæði á milli bekkja. Börnin komast of oft upp með að lesa lítið og að læra ekki fyrir próf. Það er meira að segja stefna í sumum grunnskólum að hafa sem minnst heimanám. Mögulega eru það áhrif frá foreldrum sem telja sig ekki eiga að fylgja eftir heimanámi barna sinna, það sé alfarið skólans að sinna allri kennslu. Reyndar er lestrarátak í sumum skólum til að rétta við það ólag sem hefur verið á lesfærni nemenda frá fyrstu bekkjum upp í efstu bekki í langan tíma. Fræðin á bak við lestrarfærni segja, að það sem skorti aðallega á lesfærni barna, sé, að þau vanti orðaforða. Af hverju vantar þau orðaforða? Það er vegna þess að ekki er talað nóg við börnin og að þetta dýrmæta spjall, þegar allir fjölskyldumeðlimir ættu að setjast saman við kvöldverborðið, þar sem dagur hvers og eins er ræddur, á sér ekki stað í nándar nærri nógu mörgum tilfellum. Fyrir utan örvun tungumálsins og aukins málþroska með spjallinu, missa menn af dásamlegum gæðastundum, sem fjalla kannski bara um að tala um hvernig fólk hefur það og að láta sig varða líðan annarra.Börnin þróa með sér tungumál úr ranni jafningja og tölvuleikjaumhverfis, við það verður ekki til mikill málþroski. Í Grunnskólanum eru Klípusögur sennilega ekki nógu margar eða gefinn gaumur, málefni líðandi stundar eru ekki mikið reifuð, hvorki íslensk málefni né erlend. Þetta er bara leiðarvísir á orðafátækt sem kemur niður á því að þú skilur ekki þann texta sem þú þarft að lesa þér til gagns. Þessir þættir, sem nefndir hafa verið hér eru stóru þættirnir yfir það sem ég tel vera að. Svo eru það nú blessuð prófin, Um fátt er meira deilt! Sem kennara finnst mér mjög slæmt að hafa ekki samræmd próf í 10. bekk, vegna þeirrar ástæðu, að þá raðast börnin ekki rétt inn í framhaldsskólann og fá þar af leiðandi ekki kennslu við sitt hæfi. Ef nemandi er settur upp á annað þrep fags vegna góðrar einkunnar úr grunnskóla, en ræður ekki við viðmið þessa annars þreps, þá fær hann aldrei að blómstra. Að leyfa nemendum aldrei að blómstra er ábyrgðarhluti. Einkunnir úr grunnskóla hafa verið lítið útlistaðar undanfarið, enginn heildstæður og vel útlistaður matsskali hefur verið gefinn út af ráðuneytinu. Ástundun og iðni geta verið huglægt mat kennarans og vegið of mikið í heildarmatinu, í stað hlutlægs mat sem sýnir svart á hvítu hvar nemandinn stendur í hverju fagi Framhaldsskólinn hætti að hluta að skila sínu hlutverki fyrir nokkrum árum. Þarna er ég að tala um almenna færni nemandans, sem er hægt að skipta niður í kunnáttu, leikni og hæfniviðmið.Það virðist vera meira atriði, að moka öllum skaranum út úr framhaldsskólanum sumum með lélega færni, lélega almenna menntun, en að leggja grunn að góðu námi sem nýtist þér áfram á vegferð þinni í öllu námi, líka í skóla lífsins. Allt er þetta gert vegna fjárveitinga til framhaldsskólanna á hvern nemanda. Þegar háskólinn tekur ekki lengur mark á einkunnum framhaldsskólans og þarf að halda inntökupróf til að nálgast rétt mat á því hvort nemandinn eigi erindi inn í ákveðna grein háskólans, þá sjá allir sem hafa nokkuð heildstæða menntunar og skólasýn, að þarna höfum við alls ekki gengið til góðs. Hér er ég alltaf að visa til meðalnemandans. Bestu nemendurnir koma alltaf vel út úr öllum mælingum, þeir bjarga sér alltaf. Illa settir og hinir verst settu gera það ekki en eru alltof oft útskrifaðir með lágmarksviðmið. Þegar þú kemur í háskóla, þarft þú að búa yfir lágmarks færni s,s, að geta lesið allan texta mest alls námsefnis á dönsku og ensku. Engin grið eru þar gefin. Við hvern er þá að sakast þegar þessum viðmiðum er ekki náð og háskólastúdentinn getur ekki klórað sig fram úr textum og greinum námsefnisins á erlendu tungumáli , sjálfan nemandann fyrir að hafa ekki lært nógu vel eða þá skólastofnun sem útskrifaði hann úr framhaldsskóla með ónógan undirbúning fyrir háskólanám? Menntamálayfirvöld þyrftu að leggja áherslu á eitthvað sem hægt væri að kalla skólauppeldi. Nemandinn þarf að læra hvernig á að vera í skóla, um rétt sinn og vissulega skyldur sínar, sömuleiðis. Gera þyrfti nemendum grein fyrir að alltaf þarf að uppfylla viðmið, ef þeir gera það ekki, þarf skólinn að taka þá út fyrir- sviga og reyna að bæta það sem hefur misfarist í námi þeirra, með ýmsum bjargráðum svo sem með leiðsegjandi mati í stað þess flæðis sem allir fljóta í t.d. á milli bekkja grunnskólans. Það sem ég hef skrifað hér er harður dómur um menntakerfið okkar. Menn kunna að reiðast við lesturinn, snerti þessi sýn mín þá illa. Dómurinn er hins vegar sannur og sannleikanum verður sérhver sárreiðastur! Allir þurfa að gera upp við sig hvort þeir ætli að vera eða vera ekki / To be or not to be! Það hefur ekki verið gert í langan tíma. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru varðandi hvernig hlutirnir eru og hvað mætti betur fara. Eitt er víst og það er, að rótækra aðgerða er þörf, aðgerða sem frelsa okkur úr viðjum metnaðaleysis í átt til meiri metnaðar. Höfundur er kennari á eftirlaunum og mikil áhugamanneskja um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á langri starfsævi, í meira en 40 ár starfaði ég sem kennari í íslensku skólasamfélagi. Ég tel mig, í ljósi þess, hafa rétt til og vit á að skrifa þau orð sem fylgja þessum inngangsorðum mínum. Það er þannig með kennara hjartað, þegar þú gefur það einu sinni, af mikilli ást , þá er ekki svo auðvelt að hætta að hafa skoðun á gangi mála í þeim heimi sem þú hefur lifað og hrærst í, í áratugi. Ég tala nú ekki um, þegar aðaláhugamál þitt tengist ævistarfinu órjúfanlegum böndum! Sagt er, að eftir höfðinu dansi limirnir. Íslenskt menntakerfi er svo óheppið, að hafa ekki haft fólk í starfi menntamálaráðherra, sem brennur fyrir menntamál, í langan tíma. Ég vil meira að segja, gerast svo djörf að fara tuttugu ár eða meira aftur í tímann. Það hefur vantað alúð í málaflokkinn og hugsjónir. Það er ekki nóg að segjast brenna fyrir einhvern málaflokk, verkin þín þurfa að tala og það þarf að vera eitthvert vit í þeim. Sumir ráðherrar hafa samt verið iðnir við að búa til afrekaskrá sína í starfi, aðrir hafa stundað lýðskrum og enn aðrir hafa stytt framhaldsskólann, þar með stytt skólagöngu sem hverfist um skemmtilegustu og mestu mótunarár einstaklingsins, allt í þágu excel reikninga. Það sem skort hefur er sömuleiðis skynsamleg meðferð þess fjármagns sem í það og það skiptið hefur verið veitt til málaflokksins. Það hefur líka skort fagvitund þeirra sem ráðherraembættum málaflokksins hafa gegnt. Nóg hefur verið og er um ráðgjafa og lögfæðinga, sem eiga að sjá um að lestin fari ekki út af sporinu í ráðuneyti menntamála og að excel skjölin séu stemmd rétt af. Það er hins vegar aldrei það sama að hafa aðstoðarmenn og að varða sínar leiðir í embætti rmenntamálaráðherra sjálfur og af einhverri mennta og skólasýn. Það þarf líka að hafa metnað og heildarsýn yfir námsskrár leik, grunn og franhaldsskóla. Eins og er, eru þessar námsskrár aðskilin plögg, ég vil kalla þau skrautplögg, vegna þess að þau fara vel á heimasíðum ráðuneytisins en er alls ekki alltaf farið eftir, af misjöfnum ástæðum. Enginn ráðherra mér vitanlega hefur hvorki haft döngun í sér né áhuga á að tengja námsskrárnar til að skapa heildstæða sýn á hvert þú ætlar og hvernig þú ætlar að komast þangað. Aðgerðirnar hafa of oft minnt á einskonar félagsvist, þar sem ekki er krafist of mikillar hugsunar. Mín sýn er sú, að hvert skólastig eigi að skila sínu. Leikskólinn á að skila sínu og sýna metnað fyrir faglegum og félagslegum gildum. Ég er sjálf svo heppin , að eiga tvö barnabörn sem hafa verið í leikskóla Hjallastefnunnar. Þeir koma báðir læsir upp úr leikskólanum, eru slyngir í félgslegum fléttum, kunna að lesa náttúruna, þekkja plöntur, fugla og vita ýmislegt um umhverfi. Get ekki fullþakkað dásamlegum og metnaðarfullum kennurum þessa leikskóla, nægilega fyrir alla natnina og það að skila þeim svona færum upp á næsta skólastig. Mér finnst í raun staðan vera þannig, að leikskólastefna Hjallastefnunnar, sé eina skólastigið sem skilar sínu hlutverki virkilega vel. Í grunnskólanum er flæði á milli bekkja. Börnin komast of oft upp með að lesa lítið og að læra ekki fyrir próf. Það er meira að segja stefna í sumum grunnskólum að hafa sem minnst heimanám. Mögulega eru það áhrif frá foreldrum sem telja sig ekki eiga að fylgja eftir heimanámi barna sinna, það sé alfarið skólans að sinna allri kennslu. Reyndar er lestrarátak í sumum skólum til að rétta við það ólag sem hefur verið á lesfærni nemenda frá fyrstu bekkjum upp í efstu bekki í langan tíma. Fræðin á bak við lestrarfærni segja, að það sem skorti aðallega á lesfærni barna, sé, að þau vanti orðaforða. Af hverju vantar þau orðaforða? Það er vegna þess að ekki er talað nóg við börnin og að þetta dýrmæta spjall, þegar allir fjölskyldumeðlimir ættu að setjast saman við kvöldverborðið, þar sem dagur hvers og eins er ræddur, á sér ekki stað í nándar nærri nógu mörgum tilfellum. Fyrir utan örvun tungumálsins og aukins málþroska með spjallinu, missa menn af dásamlegum gæðastundum, sem fjalla kannski bara um að tala um hvernig fólk hefur það og að láta sig varða líðan annarra.Börnin þróa með sér tungumál úr ranni jafningja og tölvuleikjaumhverfis, við það verður ekki til mikill málþroski. Í Grunnskólanum eru Klípusögur sennilega ekki nógu margar eða gefinn gaumur, málefni líðandi stundar eru ekki mikið reifuð, hvorki íslensk málefni né erlend. Þetta er bara leiðarvísir á orðafátækt sem kemur niður á því að þú skilur ekki þann texta sem þú þarft að lesa þér til gagns. Þessir þættir, sem nefndir hafa verið hér eru stóru þættirnir yfir það sem ég tel vera að. Svo eru það nú blessuð prófin, Um fátt er meira deilt! Sem kennara finnst mér mjög slæmt að hafa ekki samræmd próf í 10. bekk, vegna þeirrar ástæðu, að þá raðast börnin ekki rétt inn í framhaldsskólann og fá þar af leiðandi ekki kennslu við sitt hæfi. Ef nemandi er settur upp á annað þrep fags vegna góðrar einkunnar úr grunnskóla, en ræður ekki við viðmið þessa annars þreps, þá fær hann aldrei að blómstra. Að leyfa nemendum aldrei að blómstra er ábyrgðarhluti. Einkunnir úr grunnskóla hafa verið lítið útlistaðar undanfarið, enginn heildstæður og vel útlistaður matsskali hefur verið gefinn út af ráðuneytinu. Ástundun og iðni geta verið huglægt mat kennarans og vegið of mikið í heildarmatinu, í stað hlutlægs mat sem sýnir svart á hvítu hvar nemandinn stendur í hverju fagi Framhaldsskólinn hætti að hluta að skila sínu hlutverki fyrir nokkrum árum. Þarna er ég að tala um almenna færni nemandans, sem er hægt að skipta niður í kunnáttu, leikni og hæfniviðmið.Það virðist vera meira atriði, að moka öllum skaranum út úr framhaldsskólanum sumum með lélega færni, lélega almenna menntun, en að leggja grunn að góðu námi sem nýtist þér áfram á vegferð þinni í öllu námi, líka í skóla lífsins. Allt er þetta gert vegna fjárveitinga til framhaldsskólanna á hvern nemanda. Þegar háskólinn tekur ekki lengur mark á einkunnum framhaldsskólans og þarf að halda inntökupróf til að nálgast rétt mat á því hvort nemandinn eigi erindi inn í ákveðna grein háskólans, þá sjá allir sem hafa nokkuð heildstæða menntunar og skólasýn, að þarna höfum við alls ekki gengið til góðs. Hér er ég alltaf að visa til meðalnemandans. Bestu nemendurnir koma alltaf vel út úr öllum mælingum, þeir bjarga sér alltaf. Illa settir og hinir verst settu gera það ekki en eru alltof oft útskrifaðir með lágmarksviðmið. Þegar þú kemur í háskóla, þarft þú að búa yfir lágmarks færni s,s, að geta lesið allan texta mest alls námsefnis á dönsku og ensku. Engin grið eru þar gefin. Við hvern er þá að sakast þegar þessum viðmiðum er ekki náð og háskólastúdentinn getur ekki klórað sig fram úr textum og greinum námsefnisins á erlendu tungumáli , sjálfan nemandann fyrir að hafa ekki lært nógu vel eða þá skólastofnun sem útskrifaði hann úr framhaldsskóla með ónógan undirbúning fyrir háskólanám? Menntamálayfirvöld þyrftu að leggja áherslu á eitthvað sem hægt væri að kalla skólauppeldi. Nemandinn þarf að læra hvernig á að vera í skóla, um rétt sinn og vissulega skyldur sínar, sömuleiðis. Gera þyrfti nemendum grein fyrir að alltaf þarf að uppfylla viðmið, ef þeir gera það ekki, þarf skólinn að taka þá út fyrir- sviga og reyna að bæta það sem hefur misfarist í námi þeirra, með ýmsum bjargráðum svo sem með leiðsegjandi mati í stað þess flæðis sem allir fljóta í t.d. á milli bekkja grunnskólans. Það sem ég hef skrifað hér er harður dómur um menntakerfið okkar. Menn kunna að reiðast við lesturinn, snerti þessi sýn mín þá illa. Dómurinn er hins vegar sannur og sannleikanum verður sérhver sárreiðastur! Allir þurfa að gera upp við sig hvort þeir ætli að vera eða vera ekki / To be or not to be! Það hefur ekki verið gert í langan tíma. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru varðandi hvernig hlutirnir eru og hvað mætti betur fara. Eitt er víst og það er, að rótækra aðgerða er þörf, aðgerða sem frelsa okkur úr viðjum metnaðaleysis í átt til meiri metnaðar. Höfundur er kennari á eftirlaunum og mikil áhugamanneskja um menntamál.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun