Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 11:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna í Katar í morgun. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í morgun vilja gera Gasaströndina að „frelsissvæði“. Það gæti gerst ef Bandaríkin myndu taka yfir stjórn svæðisins, eins og hann hefur áður talað um. „Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt. Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
„Ég er með hugmyndir um Gasa sem ég held að séu mjög góðar,“ sagði Trump. „Gerum það að frelsissvæði. Leyfum Bandaríkjunum að koma að þessu og gerum það bara að frelsissvæði.“ Trump bætti við að hann yrði stoltur af því að gera Gasaströndina að frelsissvæði, samkvæmt frétt Washington Post, en hann fór þó ekki út í hvað „frelsissvæði“ er. Trump sagði einnig að hann hefði séð loftmyndir af Gasaströndinni. „Ég meina það er nánast ekki ein bygging standandi þarna. Það er ekki eins og þú sért að reyna að bjarga einhverju.“ Sjá einnig: Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Þetta sagði Trump í Katar, þar sem hann er á ferðalagi um Mið-Austurlönd. Ráðamenn í Katar hafa spilað stóra rullu í því að bera skilaboð milli Ísraela og Hamas en Katarar lýstu yfir mikilli andstöðu við ummæli Trumps um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“, eins og hann lagði til í febrúar. Sjá einnig: Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Trump sagði einnig í Katar í dag að „Gasa-vandamálið“ hefði aldrei verið leyst. Það þyrfti að taka á Hamas. Ráðamenn í Ísrael hafa boðað umfangsmiklar aðgerðir á Gasaströndinni á næstu mánuðum og hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sagt að svæðið verði hernumið sama hvað, hvort sem leiðtogar Hamas muni sleppa gíslum þeirra eða ekki. Hann hefur einnig sagt að íbúar Gasastrandarinnar verði fluttir á brott, til að tryggja öryggi þeirra. Undanfarna daga hafa tugir Palestínumanna fallið í loftárásum Ísraela. Heilbrigðisyfirvöld þar, sem stýrt er af Hamas, segja rúmlega áttatíu hafa fallið í árásum í gærkvöldi og í nótt. Svipað var upp á teningnum í fyrrinótt.
Donald Trump Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mannréttindi Tengdar fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06 Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57 Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36 Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Yfirsaksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag kemst ekki inn í tölvupóstinn sinn og bankareikningar hans hafa verið frystir vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar. Félagasamtök hafa hætt að vinna með dómstólnum og starfsmenn hans eiga yfir höfði sér handtöku ef þeir ferðast til Bandaríkjanna. 15. maí 2025 09:06
Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Loftárásir ísraelska hersins á Gasa svæðið héldu áfram í nótt og samkvæmt heilabrigðisyfirvöldum á svæðinu, sem lýtur enn stjórn Hamas samtakanna létu að minnsta kosti fjörutíu lífið í árásum næturinnar. 15. maí 2025 06:57
Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Tugir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Ísraela í norðurhluta Gasastrandarinnar í gærkvöldi og í nótt. Forsvarsmenn indónesíska sjúkrahússins segja að minnsta kosti 22 börn og fimmtán konur meðal þeirra sem dóu. 14. maí 2025 11:36
Láta bandarískan gísl lausan Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023. 11. maí 2025 23:55