Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 08:42 Marco Rubio er mættur til Tyrklands. AP/Khalil Hamra Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira