Fótbolti

Bein út­sending: Arnar til­kynnir landsliðshópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson tók við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í ársbyrjun.
Arnar Gunnlaugsson tók við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í ársbyrjun. vísir/sigurjón

Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir hóp karlalandsliðsins fyrir vináttuleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi.

Fundurinn hefst klukkan 13:15 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Ísland mætir Skotlandi í Glasgow 6. júní og Norður-Írlandi í Belfast fjórum dögum seinna. Þetta verða fyrstu vináttuleikir íslenska liðsins undir stjórn Arnars.

Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn, gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, 5-2 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×