Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 22. maí 2025 08:30 Í umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra má heyra fullyrðingar stjórnarliða þess efnis að hækkun á veiðigjaldi árið 2012 hefði ekki leitt til mikilla vandræða í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna sé óhætt að stórhækka þau aftur í ár. Þar er verið að vísa til þess að varnaðarorð sjávarútvegsfyrirtækja á sínum tíma um „svartnætti“ og „dómsdagspár“ yfir íslenskum sjávarútvegi hafi ekki átt við nein rök að styðjast og gert lítið úr þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vék meðal annars að þessu í Torginu á RÚV fyrr í vikunni þar sem við skiptumst á skoðunum um áhrif veiðigjaldafrumvarpsins sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þar vék ráðherra meðal annars að breytingum á veiðigjaldinu árið 2012 og hafði orð á því að spádómar um „svartnætti“ hafi ekki ræst heldur hafi síðasti áratugur verið „sá besti í sögu íslensks sjávarútvegs.“ Það er rétt að staldra við þessi ummæli, ekki síst í ljósi þess hver lætur slík ummæli falla, og kíkja aðeins á gögnin og sjá hvaða sögu þau segja. Það er nú einu sinni þannig að skoðanir breyta ekki staðreyndum. En staðreyndir ættu að hafa áhrif á skoðanir – og gera það, ef maður er skynsamur. Hvað gerðist árið 2012? Á árinu 2012 lagði þáverandi vinstri stjórn fram tvö frumvörp, annars vegar um fyrningarleið stjórnvalda í sjávarútvegi og innköllun aflaheimilda og hins vegar stórfelldar breytingar á veiðigjaldi þar sem til stóð að setja á bæði almennt og sérstakt veiðigjald. Varnaðarorð útgerðarmanna um stórfelld áhrif á sjávarútveginn og byggðir landsins áttu við um bæði frumvörpin sem voru til meðferðar á Alþingi og urðu þau blessunarlega ekki að lögum í óbreyttri mynd. Sannleikurinn er sá að aðeins veiðigjaldafrumvarpið náði fram að ganga og það í verulega breyttri útgáfu. Varnaðarorð Daða Más höfðu áhrif Í ljósi mikillar andstöðu við veiðigjaldafrumvarpið 2012 sem myndi fyrirsjáanlega stórhækka veiðigjaldið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum var sérfræðinganefnd skipuð af hálfu atvinnuveganefndar Alþingis. Í henni sátu þeir Daði Már Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson og skiluðu þeir greinargerð til nefndarinnar við þinglega meðferð málsins þar sem kom fram meðal annars að „ekkert fyrirtæki [væri] líklegt til að standa undir þeim álögum“ sem frumvarpið fæli í sér í óbreyttri mynd. Til að gera langa sögu stutta, þá gerði atvinnuveganefnd veigamiklar breytingar á frumvarpinu þar sem krónutala sérstaka veiðigjaldsins var fastsett með bráðabirgðaákvæði og það stórlega lækkað frá því sem það hefði ella orðið. Samt sem áður hækkaði veiðigjaldið umtalsvert. Að auki var sett inn heimild til að lækka eða fella niður sérstaka veiðigjaldið vegna fjármagnskostnaðar í tengslum við fjárfestingar og kaup á aflaheimildum í því skyni að koma til móts við þá útgerðaraðila sem hefðu minna svigrúm til að bregðast við áhrifum breytinganna af nýju fyrirkomulagi veiðigjaldsins. Mörg fyrirtæki nutu þessa afsláttar ríflega allt til ársins 2018. Frá því lög nr. 74/2012 um veiðigjald tóku gildi árið 2012 sætti álagning og þar með fjárhæð veiðigjalds raunar árlegum breytingum þaðan í frá allt þar til núverandi lög um veiðigjald voru samþykkt árið 2018. Ástæðan var sú að sú lagasetning sem samþykkt var árið 2012 var í raun óframkvæmanleg og má því segja að efnisákvæði laganna frá 2012 hafi aldrei komið til framkvæmda. Áhrifin létu ekki á sér standa Rétt er að líta til fjölda skipa og báta sem höfðu hlutdeild í þorski árið 2011 til 2012. Hann var 609 á nefndu tímabili en í fyrra var talan komin í 282. Hér er átt við skip og báta sem eru í hinu hefðbundna aflamarkskerfi, „stóra kerfinu“, og einnig minni báta sem eru í krókaaflamarkskerfinu, „litla kerfinu“. Þessum aðilum hefur fækkað um rúmlega þrjú hundruð. Spurningin augljósa sem vaknar er: hvað olli þessu? Óvarlegt væri að halda því fram að hækkun á veiðigjaldi sé eina skýringin, en hún hafði sín áhrif. Þegar horft er til heildarúthlutunar á aflahlutdeild árið 2011-2012 sést að hlutdeild 10 stærstu útgerða hefur aukist um rúm 20%. Hlutdeild 20 stærstu um 15%, 30 stærstu um 12% og að lokum hefur hlutdeild 40 stærstu fyrirtækjanna aukist um 10%. Þessi tölfræði segir allt um það sem í daglegu tali er nefnt samþjöppun og hagræðing. Allt í samræmi við þau varnaðarorð sem útgerðin hélt fram á sínum tíma. Svo kom makríllinn Eitt af því sem hefur áhrif á afkomu útgerða er augljóslega það hversu mikið þær mega veiða. Stjórnvöld gefa út aflamark á hverju ári eftir tillögu frá Hafrannsóknastofnun. Þrátt fyrir að stuðst sé við bestu vísindi hverju sinni þá hefur magnið sem leyfilegt er að veiða á hverju ári sveiflast nokkuð. Svo gerist það árið 2008 að ein tegund gengur í verulegum mæli inn á miðin við Ísland; makríllinn mætti. Útflutningsverðmæti makríls hefur margfaldast síðan íslensk fiskiskip hófu veiðar á tegundinni og hafa haft mikið að segja um afkomu einstakra útgerða. Árið 2008 var útflutningsverðmæti 600 milljónir króna en hefur hæst farið í tæpa 25 milljarða króna. Þrátt fyrir sveiflur á magni og markaðsverði hafa útflutningsverðmæti makríls haldist á bilinu 15–25 milljarðar króna á ári síðastliðinn áratug. Þetta sýnir glögglega hversu mikilvægar veiðarnar hafa verið fyrir íslenskan sjávarútveg og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins frá árinu 2008. Þetta er eitthvað sem hafa verður kyrfilega í huga þegar fullyrt er að breytingar á veiðigjaldinu árið 2012 hafi ekki haft nein áhrif. Það má gera sér í hugarlund hver áhrifin hefðu orðið ef ekki hefði komið til makrílveiða Íslendinga. Eflaust hefði hagræðingin og samþjöppunin orðið enn meiri en raunin varð. … með virðingu fyrir afleiðingum Við þær kringumstæður sem nú eru uppi, þegar nauðsynlegt er að tryggja og viðhalda verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi, er mikilvægt að hafa eftirfarandi orð í huga. Þau má finna í framangreindri skýrslu sérfræðinganefndar, sem Daði Már sat í, og skipuð var af hálfu atvinnuveganefndar árið 2012: „Breytingar á regluverki geta skapað óvissu um innihald og virði eignarréttar. Þannig mun innleiðing veiðigjalda hafa áhrif á virði sjávarútvegsfyrirtækja og rýra eignir eigenda þeirra. Ef nefna ætti eina meginstoð vestrænna hagkerfa og þeirrar velsældar sem þau hafa skapað væri það án efa einkaeignarrétturinn. Án hans hverfa flestir hvatar til fjárfestinga, umbóta og nýsköpunar. Án hans Ieggst doði yfir hagkerfin, eins og fjölmörg dæmi víða um heim sanna. Mjög mikilvægt er að hið opinbera virði þetta og ráðist ekki í breytingar á regluverki nema að vandlega athuguðu máli, með virðingu fyrir þeim afleiðingum sem slíkt getur haft. Eins og fram hefur komið í umfjölluninni hér að framan er umfang þeirrar skattheimtu sem lögð er til í frumvarpi til laga um veiðigjöld slíkt að afleiðingarnar fyrir sjávarútvegsfyrirtækin eru verulegar. Af umræðum er Ijóst að pólitískur vilji er til breytinga á kerfinu. Breytingarnar mega þó ekki vera þannig að kostnaðurinn verði stærri ávinningnum. Mikilvægt er að sjávarútvegi á Íslandi sé sköpuð umgjörð sem tryggir áframhaldandi ábatasaman rekstur, stöðug umgjörð sköpuð með það að markmiði að bæta hag þjóðarinnar allrar til lengri tíma… Langumfangsmesta breytingin fyrir sjávarbyggðirnar eru veiðigjöldin. Ljóst er af umfjölluninni hér að framan að áhrif þeirra á rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi verða veruleg. Mörg fyrirtæki munu lenda í rekstrarerfiðleikum verði frumvarp um veiðigjald að lögum. Samdráttur í arðsemi og auknir rekstrarerfiðleikar fyrirtækja í sjávarútvegi mun hafa áhrif á efnahag sjávarbyggða með beinum og óbeinum hætti. Beinu áhrifin verða minni skatttekjur vegna minni arðsemi, samdráttur í framkvæmdum á vegum fyrirtækja, minni kaup á þjónustu og aukin hætta á gjaldþrotum. Til lengri tíma mun rými fyrirtækja til að gera vel við starfsfólk minnka og líklegt er að launaþróun í sjávarútvegi verði neikvæð. Það hefur áhrif á arðsemi og umfang annarrar atvinnustarfsemi.“ Áhugavert var að heyra fjármálaráðherra staðhæfa í beinni sjónvarpsútsendingu að frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram feli í sér „sambærilega breytingu að umfangi“ og frumvarpið sem hann skilaði áliti um árið 2012. Miðað við varnaðarorð fjármálaráðherra árið 2012 þá hljóta þau jafnframt að eiga við nú. Eftir situr helst að fjármálaráðherra hugðist líklega slá pólitískar keilur með ummælum sínum í Torginu. En hann veit betur, eins og fyrri skrif hans bera vitni um og ekki síst í ljósi þess hlutverks sem hann sjálfur lék á sínum tíma. Hann gerði betur í því að virða það sem hann sjálfur hefur sagt. Það heitir að vera samkvæmur sjálfum sér og hefur fram til þessa verið talið kostur, frekar en löstur. Með því myndi Daði Már stuðla að því að besti áratugur í sögu íslensks sjávarútvegs sé í framtíð en ekki í fortíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ræða formanns Afstöðu á 20 ára afmælisráðstefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra má heyra fullyrðingar stjórnarliða þess efnis að hækkun á veiðigjaldi árið 2012 hefði ekki leitt til mikilla vandræða í íslenskum sjávarútvegi. Þess vegna sé óhætt að stórhækka þau aftur í ár. Þar er verið að vísa til þess að varnaðarorð sjávarútvegsfyrirtækja á sínum tíma um „svartnætti“ og „dómsdagspár“ yfir íslenskum sjávarútvegi hafi ekki átt við nein rök að styðjast og gert lítið úr þeim sjónarmiðum sem þá voru sett fram. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vék meðal annars að þessu í Torginu á RÚV fyrr í vikunni þar sem við skiptumst á skoðunum um áhrif veiðigjaldafrumvarpsins sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þar vék ráðherra meðal annars að breytingum á veiðigjaldinu árið 2012 og hafði orð á því að spádómar um „svartnætti“ hafi ekki ræst heldur hafi síðasti áratugur verið „sá besti í sögu íslensks sjávarútvegs.“ Það er rétt að staldra við þessi ummæli, ekki síst í ljósi þess hver lætur slík ummæli falla, og kíkja aðeins á gögnin og sjá hvaða sögu þau segja. Það er nú einu sinni þannig að skoðanir breyta ekki staðreyndum. En staðreyndir ættu að hafa áhrif á skoðanir – og gera það, ef maður er skynsamur. Hvað gerðist árið 2012? Á árinu 2012 lagði þáverandi vinstri stjórn fram tvö frumvörp, annars vegar um fyrningarleið stjórnvalda í sjávarútvegi og innköllun aflaheimilda og hins vegar stórfelldar breytingar á veiðigjaldi þar sem til stóð að setja á bæði almennt og sérstakt veiðigjald. Varnaðarorð útgerðarmanna um stórfelld áhrif á sjávarútveginn og byggðir landsins áttu við um bæði frumvörpin sem voru til meðferðar á Alþingi og urðu þau blessunarlega ekki að lögum í óbreyttri mynd. Sannleikurinn er sá að aðeins veiðigjaldafrumvarpið náði fram að ganga og það í verulega breyttri útgáfu. Varnaðarorð Daða Más höfðu áhrif Í ljósi mikillar andstöðu við veiðigjaldafrumvarpið 2012 sem myndi fyrirsjáanlega stórhækka veiðigjaldið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum var sérfræðinganefnd skipuð af hálfu atvinnuveganefndar Alþingis. Í henni sátu þeir Daði Már Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson og skiluðu þeir greinargerð til nefndarinnar við þinglega meðferð málsins þar sem kom fram meðal annars að „ekkert fyrirtæki [væri] líklegt til að standa undir þeim álögum“ sem frumvarpið fæli í sér í óbreyttri mynd. Til að gera langa sögu stutta, þá gerði atvinnuveganefnd veigamiklar breytingar á frumvarpinu þar sem krónutala sérstaka veiðigjaldsins var fastsett með bráðabirgðaákvæði og það stórlega lækkað frá því sem það hefði ella orðið. Samt sem áður hækkaði veiðigjaldið umtalsvert. Að auki var sett inn heimild til að lækka eða fella niður sérstaka veiðigjaldið vegna fjármagnskostnaðar í tengslum við fjárfestingar og kaup á aflaheimildum í því skyni að koma til móts við þá útgerðaraðila sem hefðu minna svigrúm til að bregðast við áhrifum breytinganna af nýju fyrirkomulagi veiðigjaldsins. Mörg fyrirtæki nutu þessa afsláttar ríflega allt til ársins 2018. Frá því lög nr. 74/2012 um veiðigjald tóku gildi árið 2012 sætti álagning og þar með fjárhæð veiðigjalds raunar árlegum breytingum þaðan í frá allt þar til núverandi lög um veiðigjald voru samþykkt árið 2018. Ástæðan var sú að sú lagasetning sem samþykkt var árið 2012 var í raun óframkvæmanleg og má því segja að efnisákvæði laganna frá 2012 hafi aldrei komið til framkvæmda. Áhrifin létu ekki á sér standa Rétt er að líta til fjölda skipa og báta sem höfðu hlutdeild í þorski árið 2011 til 2012. Hann var 609 á nefndu tímabili en í fyrra var talan komin í 282. Hér er átt við skip og báta sem eru í hinu hefðbundna aflamarkskerfi, „stóra kerfinu“, og einnig minni báta sem eru í krókaaflamarkskerfinu, „litla kerfinu“. Þessum aðilum hefur fækkað um rúmlega þrjú hundruð. Spurningin augljósa sem vaknar er: hvað olli þessu? Óvarlegt væri að halda því fram að hækkun á veiðigjaldi sé eina skýringin, en hún hafði sín áhrif. Þegar horft er til heildarúthlutunar á aflahlutdeild árið 2011-2012 sést að hlutdeild 10 stærstu útgerða hefur aukist um rúm 20%. Hlutdeild 20 stærstu um 15%, 30 stærstu um 12% og að lokum hefur hlutdeild 40 stærstu fyrirtækjanna aukist um 10%. Þessi tölfræði segir allt um það sem í daglegu tali er nefnt samþjöppun og hagræðing. Allt í samræmi við þau varnaðarorð sem útgerðin hélt fram á sínum tíma. Svo kom makríllinn Eitt af því sem hefur áhrif á afkomu útgerða er augljóslega það hversu mikið þær mega veiða. Stjórnvöld gefa út aflamark á hverju ári eftir tillögu frá Hafrannsóknastofnun. Þrátt fyrir að stuðst sé við bestu vísindi hverju sinni þá hefur magnið sem leyfilegt er að veiða á hverju ári sveiflast nokkuð. Svo gerist það árið 2008 að ein tegund gengur í verulegum mæli inn á miðin við Ísland; makríllinn mætti. Útflutningsverðmæti makríls hefur margfaldast síðan íslensk fiskiskip hófu veiðar á tegundinni og hafa haft mikið að segja um afkomu einstakra útgerða. Árið 2008 var útflutningsverðmæti 600 milljónir króna en hefur hæst farið í tæpa 25 milljarða króna. Þrátt fyrir sveiflur á magni og markaðsverði hafa útflutningsverðmæti makríls haldist á bilinu 15–25 milljarðar króna á ári síðastliðinn áratug. Þetta sýnir glögglega hversu mikilvægar veiðarnar hafa verið fyrir íslenskan sjávarútveg og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins frá árinu 2008. Þetta er eitthvað sem hafa verður kyrfilega í huga þegar fullyrt er að breytingar á veiðigjaldinu árið 2012 hafi ekki haft nein áhrif. Það má gera sér í hugarlund hver áhrifin hefðu orðið ef ekki hefði komið til makrílveiða Íslendinga. Eflaust hefði hagræðingin og samþjöppunin orðið enn meiri en raunin varð. … með virðingu fyrir afleiðingum Við þær kringumstæður sem nú eru uppi, þegar nauðsynlegt er að tryggja og viðhalda verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi, er mikilvægt að hafa eftirfarandi orð í huga. Þau má finna í framangreindri skýrslu sérfræðinganefndar, sem Daði Már sat í, og skipuð var af hálfu atvinnuveganefndar árið 2012: „Breytingar á regluverki geta skapað óvissu um innihald og virði eignarréttar. Þannig mun innleiðing veiðigjalda hafa áhrif á virði sjávarútvegsfyrirtækja og rýra eignir eigenda þeirra. Ef nefna ætti eina meginstoð vestrænna hagkerfa og þeirrar velsældar sem þau hafa skapað væri það án efa einkaeignarrétturinn. Án hans hverfa flestir hvatar til fjárfestinga, umbóta og nýsköpunar. Án hans Ieggst doði yfir hagkerfin, eins og fjölmörg dæmi víða um heim sanna. Mjög mikilvægt er að hið opinbera virði þetta og ráðist ekki í breytingar á regluverki nema að vandlega athuguðu máli, með virðingu fyrir þeim afleiðingum sem slíkt getur haft. Eins og fram hefur komið í umfjölluninni hér að framan er umfang þeirrar skattheimtu sem lögð er til í frumvarpi til laga um veiðigjöld slíkt að afleiðingarnar fyrir sjávarútvegsfyrirtækin eru verulegar. Af umræðum er Ijóst að pólitískur vilji er til breytinga á kerfinu. Breytingarnar mega þó ekki vera þannig að kostnaðurinn verði stærri ávinningnum. Mikilvægt er að sjávarútvegi á Íslandi sé sköpuð umgjörð sem tryggir áframhaldandi ábatasaman rekstur, stöðug umgjörð sköpuð með það að markmiði að bæta hag þjóðarinnar allrar til lengri tíma… Langumfangsmesta breytingin fyrir sjávarbyggðirnar eru veiðigjöldin. Ljóst er af umfjölluninni hér að framan að áhrif þeirra á rekstur fyrirtækja í sjávarútvegi verða veruleg. Mörg fyrirtæki munu lenda í rekstrarerfiðleikum verði frumvarp um veiðigjald að lögum. Samdráttur í arðsemi og auknir rekstrarerfiðleikar fyrirtækja í sjávarútvegi mun hafa áhrif á efnahag sjávarbyggða með beinum og óbeinum hætti. Beinu áhrifin verða minni skatttekjur vegna minni arðsemi, samdráttur í framkvæmdum á vegum fyrirtækja, minni kaup á þjónustu og aukin hætta á gjaldþrotum. Til lengri tíma mun rými fyrirtækja til að gera vel við starfsfólk minnka og líklegt er að launaþróun í sjávarútvegi verði neikvæð. Það hefur áhrif á arðsemi og umfang annarrar atvinnustarfsemi.“ Áhugavert var að heyra fjármálaráðherra staðhæfa í beinni sjónvarpsútsendingu að frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram feli í sér „sambærilega breytingu að umfangi“ og frumvarpið sem hann skilaði áliti um árið 2012. Miðað við varnaðarorð fjármálaráðherra árið 2012 þá hljóta þau jafnframt að eiga við nú. Eftir situr helst að fjármálaráðherra hugðist líklega slá pólitískar keilur með ummælum sínum í Torginu. En hann veit betur, eins og fyrri skrif hans bera vitni um og ekki síst í ljósi þess hlutverks sem hann sjálfur lék á sínum tíma. Hann gerði betur í því að virða það sem hann sjálfur hefur sagt. Það heitir að vera samkvæmur sjálfum sér og hefur fram til þessa verið talið kostur, frekar en löstur. Með því myndi Daði Már stuðla að því að besti áratugur í sögu íslensks sjávarútvegs sé í framtíð en ekki í fortíð. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun