Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. maí 2025 06:41 Lögreglumenn rannsaka morðvetnanginn fyrir utan Gyðingasafnið í Washington í nótt. AP Photo/Rod Lamkey, Jr. Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Breska ríkisútvarpið segir að um ungt par hafi verið að ræða og að þau hafi verið að koma af ráðstefnu í safninu sem gekk út á að ræða málefni íbúa Gasa svæðisins. Árásin átti sér stað um klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma eða klukkan níu að kvöldi í Washington. Þau látnu hétu Yaron Lischinsky og Sarah Lynn Milgrim samkvæmt upplýsingum ísraelska sendiráðsins. Sá grunaði er í haldi lögreglu. Um er að ræða þrítugan Chicagobúa, Elias Rodriguez. Hann mun ekki hafa komið við sögu lögreglu áður og við handtökuna hrópaði hann slagorð til stuðnings Palestínu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um árásina og segir árásarmanninn augljóslega drifinn áfram af gyðingaandúð. Kaja Kallas, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir morðin sláandi og dæmi um villimannslegt gyðingahatur. Rekja morðin til „undirróðurs“ gegn Ísrael Ísraelskir ráðamenn hafa einnig fordæmt morðin. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, fullyrti að morðinginn hefði verið knúinn áfram af gyðingahatri. „Við verðum nú vitni að hræðilegum kostnaði gyðingahaturs og æsilegs undirróðurs gegn Ísraelsríki. Blóðið eykst í blóðsökinni gegn Ísrael og það verður að berjast gegn henni fram í rauðan dauðann,“ sagði Netanjahú og vísaði til aldagamalla rasískra lygafregna um að gyðingar hefðu drepið frelsara kristinna manna til þess að nota blóðið úr honum í helgiathöfnum sínum. Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist jafnframt hafa óttast að eitthvað af þessu tagi gæti gerst vegna „eitraðs, andgyðinglegs undirróðurs“ gegn Ísrael og gyðingum um allan heim frá árás Hamas-samtakanna á Ísrael 7. október 2023. „Leiðtogar og embættismenn í mörgum löndum og alþjóðlegum samtökum stunda þennan undirróður líka, sérstaklega í Evrópu,“ sagði Saar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03 Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09 Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. 21. maí 2025 20:03
Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Sameinuðu þjóðirnar segja að dreifing hjálpargagna sé enn ekki hafin. Ísraelar segja að tæplega hundrað flutningabílar hafi komið inn á svæðið síðustu tvo dagana og að þeir hafi innihaldið matvæli, barnamat, lyf og lækningatæki. 21. maí 2025 07:09
Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. 20. maí 2025 18:27