Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 08:25 Elsta barnið var tólf ára. AP Níu af tíu börnum læknis og barnalæknis á Gasa létust í loftárás Ísraelshers á heimili þeirra í Khan Younis í gær. Börnin voru tólf ára og yngri. Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur þetta eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og lækni á Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Alaa al-Najjar heitir barnalæknirinn og var við störf á sjúkrahúsinu þegar lík níu af tíu börnum hennar voru flutt á sjúkrahúsið. Tíunda barnið særðist í árásinni. Graeme Groom, breskur skurðlæknir sem starfar á sjúkrahúsinu og hlúði að eftirlifandi barni Alaa al-Najjar, segir í samtali við BBC að það sé óbærilega grimmt að hún hafi misst nærri öll börn sín í einni árás eftir að hafa helgað lífi sínu barnalækningum. Elsta barn hennar var tólf ára og barnið sem lifði af er ellefu ára. Faðir barnanna, sem starfar einnig sem læknir á sjúkrahúsinu, særðist alvarlega í árásinni. Groom sagði í samtali við BBC að faðirinn virtist ekki hafa neinar pólitískar tengingar eða tengingar við herinn. Þá er hann sagður láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher gerði herinn árásir á fjölda skotmarka í Khan Younis í gær. Í yfirlýsingu segir að herinn hafi rýmt Khan Younis áður en þeir hófu árásirnar. Í annarri yfirlýsingu segir að herinn hafi skotið á yfir hundrað skotmörk á Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja minnst 74 hafa látist í árásum Ísraelshers sólarhringinn áður en árásin var gerð á heimili læknanna. Þá áætla heilbrigðisyfirvöld að nærri 54 þúsund manns í heildina hafi látist frá því að herinn réðst inn á Gasa í október 2023, þar af yfir 16 þúsund börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. 24. maí 2025 21:42