Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 06:43 Geimfarinu Starship skotið á loft í Texas í gærkvöldi. AP Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna. Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025 SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Geimskutlan er um 123 metrar að lengd og samanstendur af eldflaug á stærð við Hallgrímskirkju og um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Síðustu tvö geimskot SpaceX fyrir daginn í gær misheppnuðust og sprungu geimförin þá í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy-eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Eldsneytisleki og sprenging yfir Indlandshafi Níunda geimfarið ferðaðist lengra en fyrri geimför SpaceX en varð stjórnlaust þegar eldsneyti tók að leka úr farinu. Geimfarið hafði þá verið 45 mínútur í loftinu og var búið að ferðast hálfan hring um jörðina. Geimfarið hringsnerist stjórnlaust og sprakk loks yfir Indlandshafi. Ekki tókst heldur að hleypa gervitunglum út úr geimfarinu þar sem dyr farsins opnuðust ekki rétt. Í tilkynningu frá SpaceX sagði að geimfarið hefði þolað „snögga óskipulagða sundurhlutun“ eða sprungið í sundur. Musk sjálfur lýsti því yfir á X (áður Twitter) að geimskotið hefði verið „mikil bæting“ frá síðustu tveimur geimskotum. Starship’s ninth flight test marked a major milestone for reuse with the first flight-proven Super Heavy booster launching from Starbase, and once more returned Starship to space → https://t.co/Gufroc2kUz pic.twitter.com/RNJkj5OobP— SpaceX (@SpaceX) May 28, 2025
SpaceX Elon Musk Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira