Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2025 08:18 Fréttamenn hafa komið sér fyrir fyrir utan fundarstaðinn í Istanbul. Getty/Murat Sengul Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Rustem Umerov, varnarmálaráðherra, leiðir úkraínsku sendinefndina og Vladimir Medinskí, ráðgjafi Vladimírs Pútín, forseta, leiðir þá rússnesku. Pútín hefur sagt að Rússar muni skrifa minnisblað um skilyrði sín fyrir mögulegum friði en Úkraínumenn sögðu um helgina að það hefði ekki borist enn. Rússar fengu sambærilegt minnisblað frá Úkraínumönnum í gær og segjast ætla að bregðast við því í dag, samkvæmt frétt Reuters. Væntingar til fundarins eru ekki miklar en ekkert gefur til kynna að Rússar séu tilbúnir til að draga úr kröfum sínum á nokkurn hátt. Kröfur Rússar á síðasta fundi voru umfangsmiklar og var haft eftir Medinskí eftir fundinn að Rússar væru tilbúnir til að halda hernaðinum áfram um árabil. „Kannski munu einhverjir sem sitja hérna við borðið missa fleiri ástvini. Rússland er tilbúið til að berjast að eilífu,“ var haft eftir Medinskí. Fyrri viðræðurnar í Istanbúl leiddu þó til fjölmennustu fangaskipta ríkjanna hingað til. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Úkraínumenn munu samkvæmt Reuters leggja sínar línur á fundinum. Meðal annars muni þeir ekki sætta sig við takmarkanir á stærð herafla þeirra, ekki viðurkenna eignarhald Rússa á hernumdum svæðum og þá vilja Úkraínumenn skaðabætur frá Rússum vegna innrásarinnar. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Vasyl Malyuk, yfirmaður SBU, einnar leyniþjónusta Úkraínu, fóru í gær yfir árásirnar í Rússlandi.EPA/Forsetaembætti Úkraínu Mikill skaði fyrir Rússa Árásir Úkraínumanna á flugvellina í Rússlandi í gær eru líklega þær metnaðarfyllstu sem gerðar hafa verið í Rússlandi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn smygluðu 117 drónum inn í Rússland, samkvæmt Vólódímír Selenskí, forseta, og komu þeim fyrir í þökum smárra gámahúsa. Þeim var svo ekið að flugvöllunum og að virðist í einhverjum tilfellum án þess að ökumenn vörubílanna vissu hvaða farm þeir voru með. Sjá einnig: „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Þegar á staðinn var komið var drónunum flogið frá húsunum og að flugvöllunum, þar sem þeim var flogið á flugvélar. Sjá einnig: Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn sögðust í gær hafa grandað eða skemmt rúmlega fjörutíu flugvélar í árásunum. Enn sem komið er hefur lítið verið staðfest í þeim efnum og er vonast til þess að gervihnattamyndir geti fljótt varpað ljósi á hver mikill skaðinn var raunverulega. Myndefni hefur hingað til staðfest að Úkraínumenn hafi grandað á annan tug flugvéla af mismunandi gerðum. Þar á meðal eru sprengjuvélar sem hafa verið notaðar til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum og bæjum og geta borið kjarnorkuvopn. Fáar slíkar flugvélar eru framleiddar í Rússlandi þessa dagana og verður erfitt fyrir Rússa að bæta fyrir tjónið. Hver dróni sem notaður var til árásarinnar kostar ef til vill nokkra tugi þúsunda króna en flugvélarnar kosta hundruði milljóna. Árásir gærdagsins munu líklega ekki hafa gífurlega mikil áhrif á aðstæður á víglínunni í Úkraínu en þær munu væntanlega létta álagið á loftvörnum Úkraínumanna um tíma og draga úr árásum á borgir landsins. Lítil umfjöllun í Rússlandi Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um árásirnar í ríkismiðlum Rússlands. Þær þykja mikil skömm fyrir Pútín en rússneskir herbloggarar og málpípur Kreml hafa talað um gærdaginn sem „Pearl Harbor“ Rússlands. Hver viðbrögð Rússa við árásinni verða munu líklega koma fljótt í ljós. Meðal annars gæti Pútín, eins og bent er á í grein Sky News, hótað notkun kjarnorkuvopna enn einu sinni. Fyrri árásir Úkraínumanna í Rússlandi hafa leitt til sambærilegra viðbragða áður og einnig frekari eldflaugaárása á Úkraínu. Looks like Russian media’s been told to ignore Ukraine’s strike on strategic bombers. Instead, they’re leading w/ train crash. Not unusual for difficult news—papers often wait for Kremlin direction. But with a delay this long, it may be Putin might not want people to know at all pic.twitter.com/Nvw4cjjAji— Oliver Carroll (@olliecarroll) June 2, 2025
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tyrkland Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira