Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 10:31 Jonathan Joss í þáttunum Parks and recreation. Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil. AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum. Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Joss hafi verið skotinn fyrir utan heimili hans og Tristan Kern de Gonzales í San Antonio sem skemmdist í eldsvoða í janúar. Einn af þremur hundum þeirra drapst í eldinum og de Gonzales segir þá hafa verið að syrgja hundinn þegar nágranni þeirra gekk upp að þeim og ógnaði þeim með byssu. Hann segir Joss hafa bjargað lífi sínu þegar nágranninn hóf skothríð á þá. „Hann var myrtur af einhverjum sem þoldi ekki að sjá tvo menn elska hvor annan,“ sagði de Gonzales. Joss er hvað þekktastur í Bandaríkjunum fyrir að talsetja John Redcorn úr teiknimyndaþáttunum King of the hill. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Parks and recreation og kvikmyndum eins og Magnificent Seven og True Grit, í tiltölulega smáum hlutverkum. Þá hefur Joss einnig talsett persónur í fjölda tölvuleikja gegnum árin og má þar nefna Cyberpunk 2077, Red Dead Redemption 2 og Days Gone. Engar vísbendingar um hatursglæp Lögreglan í San Antonio hefur gefið út yfirlýsingu um að enn sem komið er bendi ekkert til þess að Joss hafi verið myrtur vegna kynhneigðar hans. Hinn 56 ára gamli Sigfredo Alvarez Ceja hefur verið ákærður fyrir að myrða Joss. Sigfredo Ceja Alvarez hefur verið ákærður fyrir morðið.Getty/Lögreglustjórinn í Bexarsýslu. Samkvæmt lögreglunni hefur hann verið ákærður fyrir morð, en það gæti breyst líti vísbendingar um hatursglæp dagsins ljós. TMZ hefur eftir vitnum og nágrönnum að Joss og Ceja hafi lengi átt í miklum deilum. Þeir hafi rifist áður og jafnvel slegist. Miðillinn hefur eftir nágrönnum þeirra að Joss hafi brugðist reiður við því að finna beinagrind hundsins sem drapst og hafi verið að öskra á fólk sem var á gangi nærri húsinu. Þá hafi Ceja ekið upp að þeim og hafi á endanum skotið Joss til bana og flúið af vettvangi. Nágrannar Joss segja einnig að hann hafi reglulega gert undarlega hluti og sem dæmi hafi hann barið potta og pönnur á þaki húss síns um miðjar nætur. Húsið brann, samkvæmt þessum nágrönnum, þegar Joss notaði grill til að hita það eftir að borgaryfirvöld lokuðu á hita og rafmagn til hússins eftir að það var dæmt óíbúðarhæft. Í viðtali við héraðsmiðil í vetur sagði Joss að það hefði verið gert eftir að brotist var inn í hús hans og vírar rifnir úr veggjunum.
Hollywood Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Andlát Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Sjá meira