Ætlar vinstri meirihlutinn að skila auðu? Þórdís Lóa Þórhalldóttir skrifar 4. júní 2025 09:02 Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sundsprettinum lauk eins og venjulega í heita pottinum. Breiðholtslauginn skartaði sínu fegursta í vorsólinni þar sem ég sat í von um nýjar freknur og sólkysstar kinnar. Eftir stutta stund birtist eldri fastagestur. Fyrr en varði erum við dottin í spjall, þarna er ég ekki Þórdís Lóa borgarfulltrúi, heldur Lóa, dóttir Dísu og Tóta sem mörg í lauginni þekkja eftir áratuga búsetu í Breiðholti. Eftir samtalið um hvað er að frétta í pólitíkinni, hvernig væri að vera í minnihluta eftir sjö ár við stjórnvölinn og hvað þessi vinstri meirihluti væri að vilja uppá dekk þá barst talið að foreldrum mínum og þjónustu við aldrað fólk í borginni. Uppúr sauð í pottinum Nú fjölgaði skyndilega í samtalinu og fleiri pottormar tóku þátt. Þegar leið á samtalið spurði ég út í húsnæðismál eldri borgara og þá fyrst fór nú allt á flug svo uppúr sauð. Við vorum öll sammála um mikilvægi virkni, heilsueflingar og þátttöku aldraðs fólks í samfélaginu en þegar talið barst að húsnæði þá birtust allskonar skoðanir. Í raun vildi ekkert þeirra það sama. Sum vildu bara fá að vera í friði á sínu heimili og fá þangað góða þjónustu. Alls ekkert svona “gamalmanna gettó” sögðu þau. Önnur vildu nærveru fólks af sama aldurskeiði en þó búa í nálægð við aðrar kynslóðir og nálægt sundlauginni. Svo voru þau sem fannst að byggja ætti fleiri Lífsgæðakjarna þar sem eingöngu væru eldri Reykvíkingar. Umræðan róaðist aftur þegar við fórum að ræða um að eiga þann möguleika að búa sem lengst heima hjá sér og ekkert þeirra sá fyrir sér að fara á hjúkrunarheimili en voru til í allskonar önnur úrræði. Stuðning heim, heimahjúkrun og dagdvöl var þjónusta sem flest vildu sjá vaxa og dafna. Umræðan tók svo góðan snúning þegar við fórum að ræða um aðgengi og gangstéttarnar í hverfinu en meira um það seinna í öðrum pistli. Þarna birtist svo skemmtilega sú staðreynd að við erum allskonar og viljum allskonar. Gleymdu þau eldri Reykvíkingum? Árið 2018 samþykktum við í Reykjavík stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Stefnan var gott veganesti þar sem mikil áhersla var lögð á að stuðla að tengingu milli kynslóða, t.d. með Samfélagshúsum í hverfum borgarinnar. Farið var í átak í velferðartækni til að auka öryggi og sveigjanlega þjónustu ásamt því að draga úr félagslegri einangrun. Stefnan kom sér vel í heimsfaraldri og er ég sannfærð um að farsæl viðbrögð borgarinnar á þeim tíma var ekki síst vegna þess að borgin var þá með skýra sýn í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Nú er hins vegar ekki svo. Í samstarfssáttmála vinstri meirihlutans segir “Við ætlum að styðja við uppbyggingu ríkisins á hjúkrunarheimilum og bæta heimaþjónustu með aukinni heimahjúkrun og dagþjálfun í samstarfi við ríkið.” Það er nú alltof sumt. Ekki orð um virkni, félagsleg einangrun, samþættingu þjónustu eða aukna og betri upplýsingagjöf sem eru lykilstef stjórnvalda í aðgerðaráætluninni “Það er gott að eldast” sem samþykkt var árið 2023. Nú fáum við fréttir að samstarfsflokkarnir ætli að byrja á því að fara á bak orða sinna og loka dagdvölinni á Þorraseli. Dagdvöl þar sem 75 skjólstæðingar fá nú dagþjálfun og nýting á þessu ári hefur verið 98%. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík vill loka úrræði þar sem endurhæfing og viðhald á virkni og styrk einstaklinga til að búa áfram heima hjá sér er lykilþáttur. Hann vill loka úrræði sem brýtur upp félagslega einangrun og eykur virkni. Úrræði sem er forvörn og heldur öldruðu fólki frá ítrekuðum ferðum á bráðamóttöku. Og síðast en ekki síst vill hann loka úrræði sem ríkið greiðir en fellur undir samfellda þjónustukeðju hjá borginni. Ég tók málefnið upp á síðasta borgarstjórnarfundi og óskaði eftir umræðu um stöðuna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Hver er áhersla borgarinnar þegar það kemur að þjónustu við aldraða Reykvíkinga? Hver er staðan hvað varðar upplýsingamiðlun, samþættingu, þróun þjónustu og virkni aldraðs fólksi. Hvar stendur Reykjavíkurborg í sínum verkefnum? Hvernig er staðan á stefnumótun borgarinnar? Viti menn, vinstri meirihlutinn skilar auðu. Ætla að gera allskonar en svara litlu um framtíðarsýn og stefnu. Viðreisn í Reykjavík skilar ekki auðu Viðreisn í Reykjavík vill byggja alla þjónustu á virkni og þátttöku aldraðs fólks. Tryggja góða þjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum, svo sem aðgengi, hjálpartæki, endurhæfingu, hreyfingu, fæði og síðast en ekki síst afbragðs stuðningsþjónustu og heimahjúkrun. Við viljum samfellu í þjónustu við aldrað fólk og leggja sérstaka áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu, efla sérstaklega kvöld- og helgarþjónustu sem og sveigjanlega dagvistun. Við leggjum áherslu á blöndun kynslóða í skipulagi borgarinnar. Fjölbreytt og gott húsnæði og aðbúnaður er þar grundvallarþáttur. Við viljum halda áfram samstarfi um húsnæðisuppbyggingu í öllum hverfum og taka mið af breyttum þörfum nýrra kynslóða eldra fólks þegar kemur að félagslífi. Viðreisn skilar ekki auðu þegar það kemur að því að byggja upp borg fyrir alla, á öllum aldri, fyrir fólk með allskona skoðanir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar