Reyna að stilla til friðar með símtali Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2025 10:48 Donald Trump og Elon Musk. AP/Alex Brandon Aðstoðarmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa skipulagt símtal milli hans og Elons Musk, auðugasta manns heims, eftir opinberar deilur þeirra í gær. Vonast er til þess að þeir geti grafið öxina en ráðgjafar Trumps hafa beðið hann um að fara mjúkum höndum um auðjöfurinn. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum en í samtali við miðilinn í gærkvöldi sagði Trump að allt væri í himnalagi. Það sagði hann þegar hann var spurður um deiluna við Musk. Á meðan Musk fór hörðum orðum um umfangsmikið frumvarp sem er Trump mjög mikilvægt. Musk er verulega ósáttur við að frumvarpið er talið bæta verulega á skuldir bandaríska ríkisins á næstu árum en með frumvarpinu vill Trump ná fram mörgum af áherslumálum sínum. Ekki hefur verið einhugur um frumvarpið innan Repúblikanaflokksins og var það samþykkt með miklum naumindum í fulltrúadeildinni, með eins atkvæðis mun, eftir að þingmaður Demókrataflokksins lést. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í öldungadeildinni. Ráðgjafar Trumps eru sagðir hafa ráðlagt forsetanum að einbeita sér að því að koma greiða leið frumvarpsins í öldungadeildinni í stað þess að deilunnar við Musk. Á sama tíma eru þessir ráðgjafar, samkvæmt heimildum blaðamanna New York York Times úr innstu röðum Trumps, að undirbúa áframhaldandi deilur við Musk. Musk gaf til kynna undir lokin í gærkvöldi að hann hefði áhuga á friði. Hann dró í land með að hætta notkun Dragon-geimfaranna, sem notuð eru til að flytja geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, og sagði auðjöfurinn Bill Ackman ekki hafa rangt fyrir sér, þegar sá lagði til að Musk og Trump semdu um frið. Geta valdið hvorum öðrum miklum skaða Ekki liggur fyrir hvenær þetta símtal mun eiga sér stað en báðir menn geta valdið hinum töluverðum skaða og á það einnig við Repúblikanaflokkinn eins og hann leggur sinn. Musk varði til að mynda tæplega þrjú hundruð milljónum dala í aðstoð við Trump og Repúblikana í kosningabaráttunni í fyrra og hefur heitið hundrað milljónum til viðbótar. Hann gæti haldið þeim peningum fyrir sig og notað þá til að grafa undan Trump. Auðjöfurinn gæti þar að auki beitt X (áður Twitter) gegn Trump. Þá er Musk mjög áhrifamikill þegar kemur að geimfyrirtækinu SpaceX, sem yfirvöld í Bandaríkjunum reiða sig verulega á þegar kemur að því að senda geimfara og birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Gæti endurvakið rannsóknir Trump gæti rift þeim samningum, þó það myndi koma verulega niður á Bandaríkjunum í heild. Samkvæmt New York Times stefndi í fyrra á að fyrirtæki Musks myndu fá þrjá milljarða dala vegna um hundrað samninga við sautján opinberar stofnanir. Trump gæti þar að auki hætt að standa í vegi rannsókna sem hófust gegn fyrirtækjum Musks og Musk sjálfum í stjórnartíð Joes Biden. Flestar þessar rannsóknir voru stöðvaðar þegar Trump tók við völdum. Þá gæti Trump látið hefja nýjar rannsóknir á Musk og meinta fíkniefnaneyslu hans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Musk öryggisheimild sem hægt væri að svipta hann og myndi það gera honum mjög erfitt að vinna áfram með yfirvöldum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira