Rannsökuðu eigin samsæriskenningar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 13:38 Area 51 er fræg og umdeild herstöð í Nevada í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningarnar snúast um hana og geimverur. Getty/Mario Tama Fámenn sérstök skrifstofa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði varið mögum mánuðum í að rannsaka samsæriskenningar um leynilegar tilraunir yfirvalda í Bandaríkjunum með furðulega furðuhluti, þegar þeir uppgötvuðu að einn þeirra, að minnsta kosti, átti uppruna í ráðuneytinu sjálfu. Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar. Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar.
Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira