Telja Ísraelsher hafa umkringt bát Thunberg Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2025 23:31 Greta Thunberg er meðal þeirra sem sigla um borð í Madleen á leið til Gasa. EPA Tólf aðgerðarsinnar, þar á meðal loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg, ætla sér að sigla til Gasastrandarinnar með nauðsynjavörur og á sama tíma mótmæla hernámi Ísraels á svæðinu. Þau nálgast ströndina óðfluga en hermenn Ísraelshers hafa flogið drónum yfir bátinn. Hermenn hersins nálgast bátinn. Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísraels skipaði ísraelska hernum fyrr í dag að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist að ströndum Gasastrandarinnar. Rétt fyrir klukkan ellefu á íslenskum tíma birti Thiago Ávila, einn aðgerðarsinnanna, myndskeið á Instagram þar sem þau sögðu báta Ísraelshers umkringja bátinn þeirra Madleen. „Ísraelski herinn er hérna núna, hringið öllum bjöllum. Við erum umkringd af bátunum þeirra. Já þetta er hindrun, það er verið að fremja stríðsglæp akkúrat núna. Gerið það, hringið öllum viðvörunarbjöllum,“ sagði Thiago Ávila í myndskeiði á Instagram-síðu sinni. Hann er einn af tólf aðgerðarsinnum í bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Í myndbandinu heyrist hvernig viðvörunarbjöllur ómuðu en í myndbandi birt nokkrum mínútum síðar segir Ávila alla bátana hafa horfið. „Við erum í Miðjarðarhafinu þar sem við kveiktum á viðvörunarbjöllum því það komu mjög margir bátar að okkur í einu og umkringdu bátinn. Síðan hurfu þeir. Þetta getur verið hernaðaráætlun að koma aftan að okkur með ljósin slökkt,“ segir hann í seinna myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Allir skipverjar höfðu farið í björgunarvesti og kveikt á viðvörunarbjöllunum. Þau virðast viss um að fulltrúar Ísraels muni láta sjá sig fyrr en síðar. „Þegar þeir koma svo í raun um borð í bátinn munu þeir koma í veg fyrir að við getum átt í samskiptum við umheiminn. Núna er tíminn til að deila öllum upplýsingum sem við höfum. Við vitum ekki enn hvort þetta sé árás, hvort þeir séu að koma til að drepa okkur eða stöðva okkur eða ræna fólki,“ segir hann. „Við reynum að halda ykkur upplýstum en líklegast er að þegar þeir koma munum við ekki geta átt í samskiptum við umheiminn.“ Uppfært 23:40: Drónar Ísraelshers eru fyrir ofan bátinn samkvæmt nýju myndskeiði Ávila. Hann heyrist biðja skipverja um að fela sig þar sem um er að ræða sömu dróna og skutu á bát ferðalanga í sömu erindagjörðum fyrir um mánuði síðan. Francesca Albanese, sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, segir frá samskiptum sínum við hópinn á samfélagsmiðlinum X. Hún segir tvo dróna fljúga yfir bátnum. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) „Það er verið að ráðast á okkur,“ segir Ávila í öðru myndskeiði. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 23:46: Í nýjasta myndskeiði Ávila segir hann Ísraelsher koma í veg fyrir að skipverjarnir nái talstöðvarsambandi. Ónefndur einstaklingur heyrist tala stöðugt á talstöðvarrásinni svo ekki sé hægt að nota hana. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:03: „Við erum ekki hætt, við erum ennþá á leiðinni til Gasa, við erum ekki hrædd,“ segir Ávila í nýju myndskeiði. Hann sýnir einnig drónana út um gluggann sem eru einungis nokkrum metrum frá bátnum. Þrátt fyrir það segir hann alla skipverja vera í góðu lagi en þau ætli að halda sig innandyra í bili. Í annarri færslu segir hann drónana sprauta einhverju hvítu efni á bátinn. Óvíst er um hvernig efni er að ræða. View this post on Instagram A post shared by Thiago Ávila (@thiagoavilabrasil) Uppfært 00:11: Hraðbátar Ísraelshers eru komnir að Madleen samkvæmt Albanese og enginn særður. Hún heyrði skipstjóra bátsins ræða við hermenn Ísralehers og heyrði hann segja að annar hraðbátur væri að nálgast áður en hún missti samband við skipverjana. BREAKING1AM UK time. Israeli speedboat reached Madleen. "At the time the boat was intercepted no one is wounded" the captain asked me to record. I heard the soldiers speaking while the captain was on the phone with me. I lost connection with the captain as he was telling me that… https://t.co/BVzbjd4zyK— Francesca Albanese, UN Special Rapporteur oPt (@FranceskAlbs) June 9, 2025 Hægt er að fylgjast með ferðalaginu í rauntíma hér.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira