Sænsk „sorpdrottning“ hlaut þungan fangelsisdóm fyrir umhverfisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 09:10 Fariba Vancor, sem áður hét Bella Nilsson, við réttarhöldin vegna lögbrota sorphirðufyrirtækisins Think Pink. Vísir/EPA Stjórnendur sænsks sorphirðufyrirtækis hlutu þunga fangelsisdóma fyrir að urða eitraðan úrgangs á nokkrum stöðum í Svíþjóð, þar á meðal fyrrverandi forstjóri sem kallaði sig „sorpdrottninguna“. Málinu hefur verið lýst sem mesta umhverfishneyksli í samtímasögu Svíþjóðar. Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna. Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Fariba Vancor, fyrrverandi forstjóri sorphirðufyrirtækisins Think Pink, hlaut sex ára fangelsisdóm og Thomas Nilsson, fyrrverandi eiginmaður hennar, tveggja ára dóm. Átta aðrir hlutu refsidóma fyrir brot á umhverfislögum. Þá var þeim gert að greiða milljarða króna í bætur til þess að fjármagna hreinsunarstarf við sorphauga fyrirtækisins. Think Pink var með samninga við ýmis sveitarfélög, verktakafyrirtæki og einstaklinga um sorphirðu. Í stað þess að farga úrgangi eins og lög gerðu ráð fyrir hrúgaði fyrirtækið óflokkuðum úrgangi eða urðaði á nítján stöðum, alls um 200.000 tonnum frá 2015 til 2020. Í úrganginum var meðal annars að finna eiturefni eins og arsen, blý og kvikasilfur. Eldur kviknaði í sorphaugi á vegum Think Pink í Botkyrka suður af Stokkhólmi og brann í tvo mánuði. Hjón sem bjuggu í nágrenninu fá greiddar bætur vegna eldsins en eitraðan reyk lagði yfir heimili þeirra. Telur sig alsaklausa Allir sakborningarnir neituðu sök og lögmenn bæði Vancor og Nilsson hafa sagt að þau ætli að áfrýja dómnum. „Hún ber auðvitað ábyrgð en hún telur sig ekki hafa gert neitt rangt,“ sagði Jan Tibbling, verjandi Vancor við sænska ríkisútvarpið eftir að dómurinn féll. Vancor hélt því fram við réttarhöldin að fyrirtæki hennar hefði farið að lögum og að mistök hefðu verið orsök lögbrota. Saksóknarar fullyrtu aftur á móti að Think Pink hafi hvorki getað né ætlað sér að meðhöndla úrganginn samkvæmt lögum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Think Pink hefðu sýnt af sér vítavert gáleysi og beitt blekkingum. Þeir hefðu gerst sekir um skipulagða glæpi sem hefðu leitt af sér umhverfisskaða og veruleg óþægindi fyrir nágranna sorphauganna.
Svíþjóð Erlend sakamál Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira