Aðgerðasinninn látinn laus en Hvíta húsið hyggst brottvísa Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 09:17 Khalil útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum og eignaðist son meðan hann sat inni. AP Mahmoud Khalil aðgerðasinni og forsprakki mótmæla fyrir Palestínu í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus eftir að hafa setið í fangelsi í þrjá mánuði. Ríkisstjórn Trump segist hafa beint spjótum sínum að „rangri manneskju“ í tengslum við mótmæli háskólanema þar í landi. Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“ Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Khalil var handtekinn í byrjun mars og sakaður um gyðingaandúð vegna mótmæla sem hann stóð fyrir. Til stendur að vísa honum úr landi, þrátt fyrir að hann sé með varanlegt dvalarleyfi, eða svokallað „grænt kort“. Khalil hefur höfðað mál og sagt brotið á tjáningarfrelsi sínu. Í úrskurði Michael Farbiarz héraðsdómara frá því í gær segir að Khalil sé ekki hættulegur umhverfi sínu og því sé engin ástæða til að halda honum lengur í varðhaldi. Hann verður áfram á skilorði. „Réttlæti hefur verið náð, en það tók allt of langan tíma,“ sagði Khalil við blaðamenn fyrir utan fangelsið í Louisiana í gær eftir að honum var sleppt eftir 104 daga í varðhaldi. Þá gagnrýndi hann ríkisstjórn Trump fyrir að hafa vegið að tjáningarfrelsi hans með þessum hætti. „Það ætti enginn að þurfa að sitja inni fyrir að mótmæla þjóðarmorði.“ Í yfirlýsingu vegna málsins sakaði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins, Khalil um svik og rógburð auk þess að skaða hagsmuni Bandaríkjanna í utanríkismálum. Þá kom fram að Michael Farbiarz dómari hefði ekki valdheimildir til að fyrirskipa að Khalil yrði látinn laus. „Við gerum ráð fyrir að úrskurðinum verði snúið við eftir áfrýjun, og hlökkum til að brottvísa Khalil úr Bandaríkjunum.“
Háskólar Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49