Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 13:44 Niðurstaðan kom rannsakendum á óvart en rannsóknin var gerð á drykkjum sem seldir eru í Frakklandi. vísir/vilhelm Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent. Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent.
Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira