Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir og Lovísa Jónsdóttir skrifa 2. júlí 2025 21:32 Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Alþingi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingi liggur nú frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum. Tekjur Jöfnunarsjóðs koma úr ríkissjóði, annars vegar sem hlutfall af skatttekjum og hins vegar fjárhæð sem er hlutfall af álagningarstofni útsvars. Lagafrumvarp þetta kom fram á síðasta þingi og meginmarkmið er að einfalda regluverk sjóðsins og auka gagnsæi. Tilgangur þess er að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum, einfalda skipulag sjóðsins og stuðla að því að hann fylgi þróun sveitarfélagagerðarinnar. Einnig er markmið að endurskoðunin verði jafnframt að auka jöfnuð sem styður við langtímastefnumótun, m.a. á sviði opinberra fjármála. Þetta eru allt skiljanleg og skynsamleg markmið. En það er eins með þetta lagafrumvarp og flest önnur mannanna verk að það er ekki fullkomið. Hvað varðar það sveitarfélag sem við erum í fyrirsvari fyrir, Mosfellsbæ, vantar talsvert upp á. Samkvæmt upphaflegu frumvarpi sem var lagt fram árið 2023 áttu framlög til Mosfellsbæjar að lækka um 50 milljónir. Frumvarpið var síðan lagt fram aftur í janúar 2025 og þá nam lækkunin um 400 milljónum. Ástæðan var meðal annars sú að vægi svokallaðs stærðarhagkvæmnihlutfalls var hækkað, úr 20 % í 26 %. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir er niðurstaðan 250 milljóna lækkun framlags. Jú auðvitað er það betra en 400 milljóna lækkun en samt sem áður, þetta er of stór biti fyrir bæjarsjóð í bæ sem telur tæplega 14 þúsund íbúa. Flestir sem skoðað hafa málið benda á að þessi niðurstaða sé ósanngjörn. Ósanngjarna útdeilingu opinberra fjármuna er erfitt að sætta sig við. Eitt af markmiðum þessarar endurskoðunar er að leiðrétta hlut þeirra sveitarfélaga sem kallast fjölkjarna, þ.e. sveitarfélög þar sem eru fleiri en einn þéttbýliskjarni. Það er mjög skiljanlegt markmið enda verða sveitarfélög sem þannig er ástatt um að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er jú viss kostnaður fólginn í því að reka fleiri en einn þéttbýlisstað. Við viljum taka það fram að við skiljum þá áherslu og að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. Það sem við áttum okkur ekki á er að fjölkjarna sveitarfélag á Suðurlandi af svipaðri stærð, ívið færri íbúar þó, skuli fá 900 milljónum króna hærra framlag úr Jöfnunarsjóði en Mosfellsbær. Þarna virðist vera einhver skekkja. Mosfellsbær lendir í þessum mikla niðurskurði þrátt fyrir t.d. hlutfallslega mikinn fjölda barna og fatlaðs fólks og að sveitarfélagið hafi fullnýtt útsvarsprósentu undanfarin ár. Vægi barnafjölda bæði á leikskóla- og grunnskólaaldri inn í útreikninga sjóðsins er lækkað og okkur þykir lítið tillit tekið til þess að í Mosfellsbæ búa hlutfallslega margir fatlaðir íbúar. Sem dæmi má nefna að hlutfallið hjá okkur er 0,578% en er til dæmis 0.29% í Kópavogi. Á árinu 2024 er mismunur á milli framlaga frá ríkinu í málaflokk fatlaðs fólks og útgjalda vegna málaflokksins um 450 milljónir króna. Þá virðist sem svo að sá stuðull sem notaður er til að meta stærðarhagkvæmni sveitarfélaga sé afar óhagstæður Mosfellsbæ sem kemur sér illa í hraðvaxandi sveitarfélagi. Við höfum komið áhyggjum okkar á framfæri við þingmenn og vonumst til þess að það takist að finna einhverja leið til að milda þetta högg fyrir Mosfellsbæ. Það er auðvitað löngu orðið tímabært að endurskoða hið flókna og ógagnsæja regluverk um Jöfnunarsjóðinn en tiltektin má ekki vera svo hressileg að hluta barnanna sé skolað út með baðvatninu. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun