Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 18:21 Reykur rís eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar Sýrlandshers í dag. Getty Þrír voru drepnir og þrjátíu og fjórir særðir í árás Ísraels á Sýrland í dag. Ísrael gerði í dag árás á höfuðstöðvar sýrlenska hersins og á svæði nálægt forsetahöllinni í höfuðborginni Damaskus. Þetta ber að líta sem verulega stigmögnun á átökunum í Mið-Austurlöndum en Ísrael er með þessu að fylgja eftir hótunum sínum um að grípa inn í átök milli stjórnarhersins í Ísrael og bardagamanna úr þjóðflokki Drúsa í suðursýrlensku borginni Suwayda. Innanríkisráðuneyti Sýrlands tilkynnti síðar um vopnahléssamkomulag í Suwayda og Sheik Yousef Jarbou, trúarleiðtogi Drúsa, staðfesti að vopnahlé tæki strax gildi. Jarbou sagði að samkomulagið væri „til þess að stöðva algjörlega allar hernaðaraðgerðir í Suwayda af öllum aðilum“ og „til að innlima Suwayda að fullu inn í sýrlenska ríkið.“ Í gær var reyndar einnig tilkynnt um vopnahlé en fljót losnaði upp úr því. Myndefni frá Sýrlandi sýndi fjórar sprengingar úr ísraelskum árásum sem skullu á sýrlensku herhöfuðstöðvarnar í Damaskus, sem leiddi til þess að stórir reykjarmekkir risu á loft. Svo lenti önnur loftárás nálægt forsetahöllinni. Ísrael hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Sýrlandi og segir hana til þess fallna að vernda drúsaminnihlutann í Sýrlandi, sem Ísrael lítur á sem mögulegan bandamann og sem hefur tekið þátt í átökum við sýrlenska stjórnarherinn í Suwayda. Samfélag Drúsa hefur þó sögulega séð ekki alltaf tekið íhlutun Ísraelsmanna fagnandi, að því er Al Jazeera greinir frá. Utanríkisráðuneyti Sýrlands sakar Íraelsmenn um að kynda undir aukna spennu á svæðinu með árásum sínum. Ráðuneytið segir árás Ísraelsmanna til marks um gróft brot á alþjóðalögum. Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Ísrael gerði í dag árás á höfuðstöðvar sýrlenska hersins og á svæði nálægt forsetahöllinni í höfuðborginni Damaskus. Þetta ber að líta sem verulega stigmögnun á átökunum í Mið-Austurlöndum en Ísrael er með þessu að fylgja eftir hótunum sínum um að grípa inn í átök milli stjórnarhersins í Ísrael og bardagamanna úr þjóðflokki Drúsa í suðursýrlensku borginni Suwayda. Innanríkisráðuneyti Sýrlands tilkynnti síðar um vopnahléssamkomulag í Suwayda og Sheik Yousef Jarbou, trúarleiðtogi Drúsa, staðfesti að vopnahlé tæki strax gildi. Jarbou sagði að samkomulagið væri „til þess að stöðva algjörlega allar hernaðaraðgerðir í Suwayda af öllum aðilum“ og „til að innlima Suwayda að fullu inn í sýrlenska ríkið.“ Í gær var reyndar einnig tilkynnt um vopnahlé en fljót losnaði upp úr því. Myndefni frá Sýrlandi sýndi fjórar sprengingar úr ísraelskum árásum sem skullu á sýrlensku herhöfuðstöðvarnar í Damaskus, sem leiddi til þess að stórir reykjarmekkir risu á loft. Svo lenti önnur loftárás nálægt forsetahöllinni. Ísrael hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Sýrlandi og segir hana til þess fallna að vernda drúsaminnihlutann í Sýrlandi, sem Ísrael lítur á sem mögulegan bandamann og sem hefur tekið þátt í átökum við sýrlenska stjórnarherinn í Suwayda. Samfélag Drúsa hefur þó sögulega séð ekki alltaf tekið íhlutun Ísraelsmanna fagnandi, að því er Al Jazeera greinir frá. Utanríkisráðuneyti Sýrlands sakar Íraelsmenn um að kynda undir aukna spennu á svæðinu með árásum sínum. Ráðuneytið segir árás Ísraelsmanna til marks um gróft brot á alþjóðalögum.
Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira