Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2025 11:22 Strangtrúaðir gyðingar biðja við eitt að hliðunum að Musterishæðinni. Gyðingar mega samkvæmt gömlu samkomulagi heimsækja svæðið en ekki biðja þar. AP Photo/Ohad Zwigenberg) Ben Gvir, mjög svo umdeildur þjóðaröryggisráðherra Ísrael, leiddi í dag hóp gyðinga í bæn á Musterishæðinni í Jerúsalem. Þetta var fordæmalaus bænastund en ísraelskur ráðherra hefur aldrei áður beðið á svæðinu, sem hefur um árabil ítrekað hrundið af stað deilum milli múslima og gyðinga. Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025 Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Al-Aqsa moskan og svæðið sem hún er á, svokölluð Musterishæð, er heilagt fyrir bæði gyðinga og múslima. Yfirvöld í Jórdaníu hafa í raun stjórn á Musterishæðinni vegna gamals samkomulags og samkvæmt óskrifuðu samkomulagi milli Jórdana og Ísraela mega gyðingar heimsækja svæðið en ekki biðja þar. Undanfarin ár hefur ítrekað komið til átaka á þessu svæði en þó Jórdanar fari með formlega stjórn á því eru inngangar að því mannaðir ísraelskum lögregluþjónum og landamæravörðum. Sem þjóðaröryggisráðherra Ísrael er Ben Gvir hæst setti yfirmaður þeirra. Ráðamenn í Jórdaníu hafa þegar fordæmt bænastund Ben Gvir og segja hana blygðunarlaust brot á áðurnefndu samkomulagi og venjum, samkvæmt frétt Al Jazeera. Bænastundin hefur einnig verið fordæmd af leiðtogum Palestínu og ráðamönnum í Sádi-Arabíu. Í færslu sem hann birti í kjölfarið á samfélagsmiðlum kallaði Ben Gvir enn og aftur eftir því að Ísraelar hernæmu alla Gasaströndina og að Palestínumönnum yrði gert að yfirgefa svæðið. Sagði hann það einu leiðina til að bjarga þeim gíslum er enn eru í haldi Hamas og að sigra Hamas. Sjá einnig: Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Heilbrigðisyfirvöld á Gasaströndinni, sem stýrt er af Hamas, segja sex manns hafa dáið úr hungri í dag. Í heildina er fjöldi þeirra sem dáið hafa úr hungri kominn í 175 og þar af eru 93 börn. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn voru þar að auki skotnir til bana í morgun, við það að reyna að verða sér út um matvæli og aðrar nauðsynjar. Slíkt hefur ítrekað gerst á undanförnum vikum. Segir stefnu Ísrael ekki hafa breyst Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, sendi samkvæmt Times of Israel út yfirlýsingu eftir bænastundina umdeildu og staðhæfði þar að opinber stefna Ísraelsríkis væri að viðhalda samkomulaginu við Jórdaníu um Musterishæð. Það hefði ekki og myndi ekki breytast. Ben Gvir hefur þó allt frá því hann varð þjóðaröryggisráðherra árið 2022 ítrekað sagt opinberlega að hann vilji að gyðingar megi biðja á Musterishæðinni. Þetta var þó í fyrsta sinn sem hann gerir það með opinberum hætti en með honum voru um 1.250 aðrir gyðingar, samkvæmt stofnuninni sem stýrir Musterishæðinni fyrir hönd Jórdana. תיעוד מהר הבית: בן גביר הוביל את התפילה, עשרות רקדו ושרו https://t.co/5OEwX8dJ5a pic.twitter.com/CTKuuPOcL7— ערוץ 7 (@arutz7heb) August 3, 2025
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Jórdanía Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira