Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:49 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Getty Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.
Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44