Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 06:58 Frá athöfninni í Minningargarðinum um frið í Hírósíma í dag. EPA Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, sótti athöfnina ásamt fulltrúa frá fjölda erlendra ríkja að því er segir í frétt BBC. „Japan er eina þjóðin sem hefur þurft að þola kjarnorkusprengju í stríði,“ sagði Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma við athöfnina í Minningargarðinum um frið þar sem hún fór fram. „Japanska ríkisstjórnin er fulltrúi fólks sem sækist eftir sönnum og varanlegum friði.“ Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma, kemur fyrir lista af nöfnum fórnarlamba við minnisvarðann. EPA Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á Japan undir lok seinni heimstyrjaldarinnar – í Hírósíma 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar. Japanir gáfust upp í kjölfar sprenginganna sem batt enda á heimstyrjöldina. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi týnt lífi vegna sprenginganna – sumir í sprengingunni sjálfri og aðrir sökum veikinda af völdum geislavirkni eða brunasára. Í ræðu sinni vék borgarstjórinn Matsui einnig að aukinni hervæðingu og þeirri nálgun að „kjarnorkusprengjur væru nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi“. „Þessi þróun virðir þann lærdóm sem alþjóðasamfélagið hefði átt að draga af harmleikum sögunnar hneykslanlega að vettugi. Hún ógnar þeim ramma að friði sem svo margir hafa unnið að.“ Frá athöfninni í Hírósíma í dag.ePA Fórnarlamba kjarnorkusprenginganna verður áfram minnst víða um heim í dag. Þannig fer fram kertafleyting við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar klukkan 22:30 í kvöld. Fyrr um daginn, milli 15 og 17, mun fara fram málþing um kjarnorkuárásirnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, mun halda erindi. Japan Kjarnorka Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, sótti athöfnina ásamt fulltrúa frá fjölda erlendra ríkja að því er segir í frétt BBC. „Japan er eina þjóðin sem hefur þurft að þola kjarnorkusprengju í stríði,“ sagði Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma við athöfnina í Minningargarðinum um frið þar sem hún fór fram. „Japanska ríkisstjórnin er fulltrúi fólks sem sækist eftir sönnum og varanlegum friði.“ Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma, kemur fyrir lista af nöfnum fórnarlamba við minnisvarðann. EPA Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á Japan undir lok seinni heimstyrjaldarinnar – í Hírósíma 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar. Japanir gáfust upp í kjölfar sprenginganna sem batt enda á heimstyrjöldina. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi týnt lífi vegna sprenginganna – sumir í sprengingunni sjálfri og aðrir sökum veikinda af völdum geislavirkni eða brunasára. Í ræðu sinni vék borgarstjórinn Matsui einnig að aukinni hervæðingu og þeirri nálgun að „kjarnorkusprengjur væru nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi“. „Þessi þróun virðir þann lærdóm sem alþjóðasamfélagið hefði átt að draga af harmleikum sögunnar hneykslanlega að vettugi. Hún ógnar þeim ramma að friði sem svo margir hafa unnið að.“ Frá athöfninni í Hírósíma í dag.ePA Fórnarlamba kjarnorkusprenginganna verður áfram minnst víða um heim í dag. Þannig fer fram kertafleyting við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar klukkan 22:30 í kvöld. Fyrr um daginn, milli 15 og 17, mun fara fram málþing um kjarnorkuárásirnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, mun halda erindi.
Japan Kjarnorka Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira