Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 06:58 Frá athöfninni í Minningargarðinum um frið í Hírósíma í dag. EPA Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum. Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, sótti athöfnina ásamt fulltrúa frá fjölda erlendra ríkja að því er segir í frétt BBC. „Japan er eina þjóðin sem hefur þurft að þola kjarnorkusprengju í stríði,“ sagði Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma við athöfnina í Minningargarðinum um frið þar sem hún fór fram. „Japanska ríkisstjórnin er fulltrúi fólks sem sækist eftir sönnum og varanlegum friði.“ Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma, kemur fyrir lista af nöfnum fórnarlamba við minnisvarðann. EPA Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á Japan undir lok seinni heimstyrjaldarinnar – í Hírósíma 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar. Japanir gáfust upp í kjölfar sprenginganna sem batt enda á heimstyrjöldina. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi týnt lífi vegna sprenginganna – sumir í sprengingunni sjálfri og aðrir sökum veikinda af völdum geislavirkni eða brunasára. Í ræðu sinni vék borgarstjórinn Matsui einnig að aukinni hervæðingu og þeirri nálgun að „kjarnorkusprengjur væru nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi“. „Þessi þróun virðir þann lærdóm sem alþjóðasamfélagið hefði átt að draga af harmleikum sögunnar hneykslanlega að vettugi. Hún ógnar þeim ramma að friði sem svo margir hafa unnið að.“ Frá athöfninni í Hírósíma í dag.ePA Fórnarlamba kjarnorkusprenginganna verður áfram minnst víða um heim í dag. Þannig fer fram kertafleyting við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar klukkan 22:30 í kvöld. Fyrr um daginn, milli 15 og 17, mun fara fram málþing um kjarnorkuárásirnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, mun halda erindi. Japan Kjarnorka Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, sótti athöfnina ásamt fulltrúa frá fjölda erlendra ríkja að því er segir í frétt BBC. „Japan er eina þjóðin sem hefur þurft að þola kjarnorkusprengju í stríði,“ sagði Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma við athöfnina í Minningargarðinum um frið þar sem hún fór fram. „Japanska ríkisstjórnin er fulltrúi fólks sem sækist eftir sönnum og varanlegum friði.“ Kazumi Matsui, borgarstjóri Hírósíma, kemur fyrir lista af nöfnum fórnarlamba við minnisvarðann. EPA Bandaríkjamenn vörpuðu tveimur kjarnorkusprengjum á Japan undir lok seinni heimstyrjaldarinnar – í Hírósíma 6. ágúst 1945 og Nagasaki þremur dögum síðar. Japanir gáfust upp í kjölfar sprenginganna sem batt enda á heimstyrjöldina. Áætlað er að um 200 þúsund manns hafi týnt lífi vegna sprenginganna – sumir í sprengingunni sjálfri og aðrir sökum veikinda af völdum geislavirkni eða brunasára. Í ræðu sinni vék borgarstjórinn Matsui einnig að aukinni hervæðingu og þeirri nálgun að „kjarnorkusprengjur væru nauðsynlegar fyrir þjóðaröryggi“. „Þessi þróun virðir þann lærdóm sem alþjóðasamfélagið hefði átt að draga af harmleikum sögunnar hneykslanlega að vettugi. Hún ógnar þeim ramma að friði sem svo margir hafa unnið að.“ Frá athöfninni í Hírósíma í dag.ePA Fórnarlamba kjarnorkusprenginganna verður áfram minnst víða um heim í dag. Þannig fer fram kertafleyting við suðvesturenda Reykjavíkurtjarnar klukkan 22:30 í kvöld. Fyrr um daginn, milli 15 og 17, mun fara fram málþing um kjarnorkuárásirnar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, mun halda erindi.
Japan Kjarnorka Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira