Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:19 Ákvörðun öryggisráðs Ísraels og stefna Netanjahú-stjórnarinnar hefur vakið hörð viðbrögð, bæði innanland og utan. AP/Ariel Schalit Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“ Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt Gasasvæðið í einhverja mánuði. Ákvörðunina um að taka aðeins yfir Gasa-borg, að minnsta kosti í bili, má mögulega rekja til ósættis milli stjórnvalda og hersins um þær fyrirætlanir Netanjahú að taka yfir allt Gasasvæðið. Ákvörðunin er umdeild. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman við skrifstofu forsætisráðherrans í gær til að mótmæla og krefjast þess að stjórnvöld berjist fyrir frelsi þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar hefur fordæmt ákvörðunina og yfirmaður hjá hernum er sagður hafa varað við því að hernám Gasa myndi steypa Ísrael í "svarthol" skæruátaka og mannúðarkrísu. Áformin verið í farvatninu Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum. Svanhildur Þorvaldsdóttir er dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir „Þetta er náttúrlega stigmögnun á því sem er búið að vera í gangi, og er verið að bæta við og ýta undir að Ísrael sé að taka yfir Gasasvæðið aftur og taka stjórnina af Hamas í rauninni. Þetta er eitthvað sem við erum búin að sjá á leiðinni að gerast, það er búið að tala um þetta lengi og nú er þetta í rauninni komið í gegn. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hjá mögum en ekki öllum kannski, harkaleg. En nú þurfum við bara að sjá hvernig þetta kemur til með að þróast á næstu vikum og mánuðum,“ segir Svanhildur. Vanmáttur alþjóðakerfisins ekki nýr af nálinni Ákvörðunin er umdeild bæði innan Ísrael og utan. Vanmáttur alþjóðakerfisins til að hafa áhrif á stöðuna er ekki nýr af nálinni að sögn Svanhildar. Alþjóðleg samstaða hafi ekki verið til staðar hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu áratugum saman. „Alþjóðakerfið er samráðsvettvangur ríkja og til þess að það geti virkað þá þurfa ríki að vera samstíga í því hvernig á að bregðast við og vinna samkvæmt alþjóðalögum og alþjóðlegri samstöðu. Og hún hefur ekki verið til staðar þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu,“ segir Svanhildur. Stefna Netanjahú sé ekki til þess fallin að því verði breytt. „Netanjahú er harður í þessum átökum sem hafa verið í gangi undanfarin ár og það hefur haft þessi áhrif. Hann er ekki vinsæll fyrir það, hvorki innanlands né utan. En meðan að hann er með þessa afstöðu og á meðan það er ekki samstaða í alþjóðasamfélaginu að taka á því, að þá er bara mjög takmarkað sem alþjóðasamfélagið getur gert.“
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira