Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 10:33 Fjölmenn mótmæli fóru fram í Tel Aviv í gær. EPA Aukin harka hefur færst í mótmæli Ísraelsmanna gegn áformum ríkisstjórnar landsins um að hernaðaryfirráð yfir Gasaborg. Stjórnvöld segja mótmælin með þeim stærstu gegn ríkisstjórninni frá því að Ísraelar hófu stríðsrekstur sinn á Gasa fyrir tæpum tveimur árum. Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Öryggisráð Ísraels ákvað á föstudag að að taka yfir Gasa-borg. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafði áður lýst því yfir að til stæði að hernema allt svæðið í einhverja mánuði, þar til því yrði komið undir stjórn „vinveittra“ araba. Ákvörðun öryggisráðsins er umdeild meðal stjórnarandstöðunnar, almennra borgara og gamalla hermanna. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði á föstudaginn að ákvörðunin myndi ekki aðeins leiða til dauða fleiri gísla og hermanna heldur pólitískrar óstjórnar. Tugþúsund mótmælendur söfnuðust saman á götum Tel Aviv um helgina. Þeirra á meðal voru fjölskyldur gísla í haldi Hamas, sem telja stjórnvöld ekki beita sér nægilega hart fyrir lausn þeirra. Fimmtíu gíslar eru enn í haldi Hamas en tuttugu þeirra eru taldir enn á lífi, samkvæmt umfjöllun AP. „Aukin átök útrýma bæði hermönnum og gíslum - Ísraelsmenn vilja ekki fórna þeim,“ sagði hópur sem samanstendur af fjölskyldum gíslanna í færslu á X. Ríkisstjórn Netanjahú hefur hafnað gagnrýninni og sagt að aukinn hernaður á Gasa muni auðvelda Ísraelsher að frelsa gíslana. Í sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoga Þýskalands, Bretlands, Frakklands og Kanada er ákvörðun öryggisráðsins fordæmd og yfirstandandi mannúðarkrísa á svæðinu komi til með að versna til muna með yfirtökunni. Allar tilraunir til landtöku á Gasa séu í trássi við alþjóðalög. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfund í dag vegna ákvörðunar öryggisráðsins. Ísraelsher hefur haldið árásum á óbreytta borgara áfram um helgina. Embættismenn við Nasser og Awda sjúkrahúsin á Gasa segja hermenn hafa drepið minnst ellefu manns sem biðu hjálpargagna í Suður- og Miðhluta Gasa í gær. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að níu hafi verið drepnir og tvö hundruð særðir í sams konar árásum í Norðurhluta Gasa í gær. Heilbrigðisráðuneytið á Gasa heldur áfram að telja dauðsföll af völdum hungursneyðar á svæðinu, sem eru samkvæmt ráðuneytinu orðin 114 síðan í júní. Þá hafi 98 börn látist af völdum næringarskorts frá því að Ísraelar lýstu yfir stríði á hendur Hamas í október 2023 eftir að Hamasliðar drápu 1200 manns á tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael. Síðan þá hefur Ísraelsher drepið yfir 61 þúsund Palestínumenn á Gasa samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar. Talið er að um helmingur hinna látnu séu konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira