„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 12:59 Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Vísir/samsett Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent