Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 13:48 Hundruð þúsunda halda til í Gasaborg, við verulega slæmar aðstæður. AP/Jehad Alshrafi Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast hafa varað forsvarsmenn heilbrigðisstofnana og hjálparsamtaka á norðanverðri Gasaströndinni við auknum umsvifum hersins á svæðinu. Einnig hafi áætlunum um brottflutning borgara til suðurs verið deilt með þeim en Ísraelar stefna að því að leggja undir sig stóra hluta Gasaborgar, þar sem talið er að hundruð þúsunda hafi leitað sér skjóls. Ísraelar eru búnir að auka á árásir sínar á borgina frá því í nótt og er undirbúningur aðgerðarinnar hafinn. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varaliði hersins til herþjónustu vegna árásarinnar á Gasaborg á komandi dögum og vikum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Ríkisstjórn Ísrael mun funda um þessa áætlun seinna í dag. Þá er óljóst hvenær þessi hernaðaraðgerð á að hefjast að fullu en í frétt France24 segir að byrja eigi að kalla út varalið snemma í næsta mánuði. Sjá einnig: Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Al Jazeera hefur eftir stjórnanda Kúveit sjúkrahússins í Rafah að geta starfsmanna sjúkrahússins til að aðstoða fólk sé verulega takmörkuð vegna skorts og vegna þess hve margir eru særðir og veikir. Þar gæti ástandið versnað verulega ætli Ísraelar að senda hundruð þúsunda manna frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurs. Þá hefur miðillinn eftir Philippe Lazzarini, yfirmanni Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að áætlaðar aðgerðir Ísraela í Gasaborg muni dæma fjölda vannærðra barna til dauða. Fjöldi þeirra hafi sexfaldast frá mars og staðan sé mjög alvarleg. „Við erum með mjög veikburða íbúa sem standa frammi fyrir nýrri stærðarinnar hernaðaraðgerð. Margir hafa hreinlega ekki styrk til að færa sig enn og aftur um set,“ sagði Lazzarini. Hann sagði að án aðstoðar og ítarlegra áætlana muni vannærð börn klárlega deyja. Áætlanirnar víða fordæmdar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í morgun eftir tafarlausu vopnahléi og varaði við því að hernám Ísraela á Gasaborg muni hafa hræðilegar afleiðingar. Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Tugir eru sagðir hafa fallið í árásum Ísraela í morgun. Þá fordæmdi Guterres einnig, samkvæmt frétt Times of Israel, áætlanir Ísraela um að reisa ólöglegar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þessar byggðir, sem skera munu Vesturbakkann í tvennt, muni gera út um vonir Palestínumanna um sameinað ríki. Sjá einnig: Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Þegar kemur að ætlunum Ísraela gagnvart Gasaborg, stendur ríkisstjórn Benjamín Netanjahú gegn mikilli mótspyrnu, bæði innan landsins og utan. Mótmæli hafa verið haldin innan Ísrael og á Gasa vegna þessara ætlana og hafa margir þjóðarleiðtogar heims, og þar á meðal leiðtogar ríkja sem staðið hafa við bakið á Ísrael, fordæmt þær. Sá þjóðarleiðtogi sem gæti haft hvað mest áhrif á Ísraela, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekkert tjáð sig um málið. Fimm af sex föllnum óbreyttir borgarar Upplýsingar úr leynilegum gagnargrunni ísraelska hersins, sem lekið hefur verið til fjölmiðla, segja að í maí hafi verið áætlað að 53 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni. Þá töldu Ísraelar að einungis 8.900 þar af hafi verið meðlimir Hamas eða Íslamsks jíhads. Það þýðir að samkvæmt áætlunum Ísraela hafi fimm af hverjum sex sem þeir felldu á Gasaströndinni verið óbreyttir borgarar, eins og bent er á í frétt Guardian. Sérfræðingar segja það meðal hæstu hlutfalla sem þekkjast í átökum frá 1989. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Ísraelar eru búnir að auka á árásir sínar á borgina frá því í nótt og er undirbúningur aðgerðarinnar hafinn. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytisins hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varaliði hersins til herþjónustu vegna árásarinnar á Gasaborg á komandi dögum og vikum. Þjóðarleiðtogar víða um heim, þar á meðal bandamenn Ísrael, sem og forsvarsmenn mannréttindasamtaka, hafa fordæmt áætlanirnar og varað við því að áframhaldandi árásir á Gasaströndina og hernám Gasaborgar muni auka enn frekar á þjáningar íbúa þar, sem séu þegar flestir á vergangi og standa frammi fyrir hungursneyð. Ríkisstjórn Ísrael mun funda um þessa áætlun seinna í dag. Þá er óljóst hvenær þessi hernaðaraðgerð á að hefjast að fullu en í frétt France24 segir að byrja eigi að kalla út varalið snemma í næsta mánuði. Sjá einnig: Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Al Jazeera hefur eftir stjórnanda Kúveit sjúkrahússins í Rafah að geta starfsmanna sjúkrahússins til að aðstoða fólk sé verulega takmörkuð vegna skorts og vegna þess hve margir eru særðir og veikir. Þar gæti ástandið versnað verulega ætli Ísraelar að senda hundruð þúsunda manna frá norðurhluta Gasastrandarinnar til suðurs. Þá hefur miðillinn eftir Philippe Lazzarini, yfirmanni Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) að áætlaðar aðgerðir Ísraela í Gasaborg muni dæma fjölda vannærðra barna til dauða. Fjöldi þeirra hafi sexfaldast frá mars og staðan sé mjög alvarleg. „Við erum með mjög veikburða íbúa sem standa frammi fyrir nýrri stærðarinnar hernaðaraðgerð. Margir hafa hreinlega ekki styrk til að færa sig enn og aftur um set,“ sagði Lazzarini. Hann sagði að án aðstoðar og ítarlegra áætlana muni vannærð börn klárlega deyja. Áætlanirnar víða fordæmdar Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í morgun eftir tafarlausu vopnahléi og varaði við því að hernám Ísraela á Gasaborg muni hafa hræðilegar afleiðingar. Talið er að fleiri en 62 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela frá því þær hófust, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Einnig er talið að rúmlega 90 prósent heimila hafi eyðilagst eða orðið fyrir skemmdum. Heilbrigðiskerfi Gasa er hrunið og má segja það sama um vatnsveitur. Tugir eru sagðir hafa fallið í árásum Ísraela í morgun. Þá fordæmdi Guterres einnig, samkvæmt frétt Times of Israel, áætlanir Ísraela um að reisa ólöglegar landtökubyggðir á Vesturbakkanum. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þessar byggðir, sem skera munu Vesturbakkann í tvennt, muni gera út um vonir Palestínumanna um sameinað ríki. Sjá einnig: Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Þegar kemur að ætlunum Ísraela gagnvart Gasaborg, stendur ríkisstjórn Benjamín Netanjahú gegn mikilli mótspyrnu, bæði innan landsins og utan. Mótmæli hafa verið haldin innan Ísrael og á Gasa vegna þessara ætlana og hafa margir þjóðarleiðtogar heims, og þar á meðal leiðtogar ríkja sem staðið hafa við bakið á Ísrael, fordæmt þær. Sá þjóðarleiðtogi sem gæti haft hvað mest áhrif á Ísraela, Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekkert tjáð sig um málið. Fimm af sex föllnum óbreyttir borgarar Upplýsingar úr leynilegum gagnargrunni ísraelska hersins, sem lekið hefur verið til fjölmiðla, segja að í maí hafi verið áætlað að 53 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni. Þá töldu Ísraelar að einungis 8.900 þar af hafi verið meðlimir Hamas eða Íslamsks jíhads. Það þýðir að samkvæmt áætlunum Ísraela hafi fimm af hverjum sex sem þeir felldu á Gasaströndinni verið óbreyttir borgarar, eins og bent er á í frétt Guardian. Sérfræðingar segja það meðal hæstu hlutfalla sem þekkjast í átökum frá 1989.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira