Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 08:27 Palestínumenn flýja Gasaborg í massavís en óljóst er hvert fólkið getur farið. AP/Abdel Kareem Hana Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stendur einnig til að binda enda á það að birgðum sé varpað til fólks úr lofti og draga enn frekar úr fjölda vörubíla sem notaðir eru til að flytja nauðsynjar til fólks. Þá ætla Ísraelar að reyna að flytja hundruð þúsunda manna frá borginni á næstunni. Þangað hefur fólkið flúið undan linnulausum árásum Ísraela annarsstaðar á Gasaströndinni undanfarna mánuði og þurfa þau nú að flýja þaðan í massavís. Sameinuðu þjóðirnar segja að undanfarna daga hafi neyðaraðstoðin til íbúa í Gasaborg verið langt frá því að anna eftirspurn og því sem nauðsynlegt er. Dragist enn frekar úr aðstoðinni mun það koma verulega niður á þeim sem eru þar enn. AL Jazeera segir að minnsta kosti átján Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg í dag, þegar þetta er skrifað, og að fjölmargir séu að flýja frá borginni vegna árásanna. Einn þeirra sem flúði borgina sagði í samtali við AP fréttaveituna að aðstæður væru orðnar það slæmar að ekki væri hægt að halda til þar lengur. Hvert fólkið er að fara liggur ekki fyrir. Í yfirlýsingu til AP segir Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, að ef Ísraelar ætli sér að rýma Gasaborg sé ekkert annað svæði á Gasaströndinni sem þetta fólk gæti farið á. Allir innviðir séu í rúst og alls staðar sé skortur á matvælum, vatni, skjóli og læknisþjónustu. Hún sagði ómögulegt að rýma Gasaborg með öruggum hætti.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08 Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. 30. ágúst 2025 12:08
Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. 26. ágúst 2025 11:58
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17
Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. 22. ágúst 2025 12:02