Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar 1. september 2025 14:00 Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég ætla ekki nýta tíma minn nú í að horfa frekar um öxl og síta það sem var. NÚ horfum við fram á veginn bjartsýn og brosandi því loksins, loksins er okkur að takast að einfalda og stórefla gamalt úrelt og götótt kerfi sem sannarlega þjónaði ekki öllum þeim sem á þurftu að halda. Ég vil sérstaklega þakka þeim sem hófu þessa vegferð og sem með þrotlausri vinnu sinni eru að gefa okkur gjörbreytt og skiljanlegra almannatryggingakerfi sem stórbætir lífskjör þeirra öryrkja sem fastir hafa verið í rammgerðri fátæktargildu um árabil. Ríkissjóður mun árlega leggja til um 20 milljarða króna til að bæta kjör öryrkja um leið og mun opnast þeim nýr heimur tækifæra til að brjótast út úr vanvirkni og einmanaleika með öflugum stuðningi til atvinnuþáttöku við hæfi hvers og eins. Ég hef ekki farið varhluta að þvi að heyra áhyggjur sem öryrkjar hafa þegar kemur að atvinnuþáttökunni. Ég segi ekki hafa áhyggjur það mun enginn verða neyddur til neins, Nýja kerfið okkar byggir á getu og vilja hvers og eins. Um 95% allra öryrkja mun fá launahækkun í nýju kerfi en höfum þó í huga að þeir sem búa við bágustu kjörin fá eðli málsins samkvæmt fleiri krónur í hækkun en þeir sem hafa sterkari fjárhagsstöðu. Kerfið okkar verður gagnsærra og einfaldara. Greiðsluflokkum er fækkað og frítekjumörk hækkuð til að sporna gegn því að þeir sem þurfa á húsnæðisstuðningi að halda skerðist um leið og þeir fá fleiri krónur í umslagið. Ég skil vel áhyggjurnar af svo stórum breytingum. Sem öryrki þekki ég af eigin raun hversu óréttlátt og íþyngjandi gamla örorkukerfið gat verið. Sú reynsla hefur stutt mig í að gera nýja kerfið okkar enn betra og hjálpað okkur við að finna veikleikana og eyða þeim burt. Við skulum þó átta okkur á því að með slíkum risa kerfisbreytingum sem nú taka gildi þá megum við eiga von á, að einhverjar vörður verði í veginum sem við viljum alls ekki hafa þar. Þá er það okkar að benda á þær jafnóðum og við verðum þeirra vör og fjarlægja þær í kjölfarið. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 þegar forveri minn var í starfi og höfðum við í Flokki fólksins á þeim tíma miklar áhyggjur af þeim annmörkum sem þá voru okkur augljósir. Nú hef ég hins vegar sem ráðherra málaflokksins notið þeirra forréttinda, ásamt frábærum sérfræðingum Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og stofnana þess, að fá að bæta kerfið enn frekar og sparsla í götin sem ég hafði hvað mestar áhyggjur af. Takk fyrir óþrjótandi elju ykkar allra þar sem oft hefur viðveran verið löng og ströng. Ég ætla nú að útskýra nokkur atriði nýja kerfisins sem vonandi slá á áhyggjur margra öryrkja sem vita ekki hvað framtíð þeirra ber í skauti sér hvað það varðar. Þeir sem nú þegar eru í kerfinu með 75% örorkumat þurfa ekki að fara í nýtt samþætt sérfræðimat – það er alfarið valkvætt. Allir sem eru á örorkulífeyri færast sjálfkrafa yfir á nýjan örorkulífeyri og þurfa ekkert að aðhafast. Breytingin er sjálfvirk. Nýi örorkulífeyrinn er jafnframt varanlegur sem þýðir að fólk þarf ekki að fara reglulega í endurmat en það hefur reynst mörgum íþyngjandi. Fólk á örorkulífeyri getur hins vegar sjálft óskað eftir samþættu sérfræðimati ef það hefur áhuga á að kanna möguleikann á að fara á hlutaörorkulífeyri. Enginn er færður sjálfkrafa yfir á hlutaörorkulífeyri. Sérstaklega vil ég nefna að þeir sem bíða eftir að komast í endurhæfingu munu nú í nýju kerfi eiga rétt á sjúkra og endurhæfingargreiðslum ólíkt því sem áður var þar sem sá hópur féll á milli skips og bryggju. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af víxlverkunum, það er að segja hvort hækkanir frá almannatryggingum hverfi vegna samsvarandi skerðinga hjá lífeyrissjóðum. Lagt var fram stjórnarfrumvarp til að koma í veg fyrir þetta, en því miður fékk frumvarpið ekki fulla þinglega meðferð vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Ég hef þó rætt framhaldið við fjármálaráðherra og er fullviss um að samkomulag náist um að koma í veg fyrir þessa víxlverkun áður en langt um líður. Ef það gengur ekki eftir mun ríkisstjórnin tryggja með lögum að víxlverkunin bitni ekki á öryrkjum. Margir öryrkjar hafa haft áhyggjur af nýja almannatryggingakerfinu, þar á meðal ég sjálf. Hins vegar trúi ég því að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu og tryggja að þessar breytingar muni bæta lífsgæði sem flestra grípa fólk sem þarf á endurhæfingu að halda og bæta samfélagið okkar. Munum svo að standa vaktina saman og hjálpast að við að tryggja að nýja kerfið okkar virki fyrir okkur öll. Hjartans þakkir til ykkar allra og til hamingju með þennan fallega dag. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég ætla ekki nýta tíma minn nú í að horfa frekar um öxl og síta það sem var. NÚ horfum við fram á veginn bjartsýn og brosandi því loksins, loksins er okkur að takast að einfalda og stórefla gamalt úrelt og götótt kerfi sem sannarlega þjónaði ekki öllum þeim sem á þurftu að halda. Ég vil sérstaklega þakka þeim sem hófu þessa vegferð og sem með þrotlausri vinnu sinni eru að gefa okkur gjörbreytt og skiljanlegra almannatryggingakerfi sem stórbætir lífskjör þeirra öryrkja sem fastir hafa verið í rammgerðri fátæktargildu um árabil. Ríkissjóður mun árlega leggja til um 20 milljarða króna til að bæta kjör öryrkja um leið og mun opnast þeim nýr heimur tækifæra til að brjótast út úr vanvirkni og einmanaleika með öflugum stuðningi til atvinnuþáttöku við hæfi hvers og eins. Ég hef ekki farið varhluta að þvi að heyra áhyggjur sem öryrkjar hafa þegar kemur að atvinnuþáttökunni. Ég segi ekki hafa áhyggjur það mun enginn verða neyddur til neins, Nýja kerfið okkar byggir á getu og vilja hvers og eins. Um 95% allra öryrkja mun fá launahækkun í nýju kerfi en höfum þó í huga að þeir sem búa við bágustu kjörin fá eðli málsins samkvæmt fleiri krónur í hækkun en þeir sem hafa sterkari fjárhagsstöðu. Kerfið okkar verður gagnsærra og einfaldara. Greiðsluflokkum er fækkað og frítekjumörk hækkuð til að sporna gegn því að þeir sem þurfa á húsnæðisstuðningi að halda skerðist um leið og þeir fá fleiri krónur í umslagið. Ég skil vel áhyggjurnar af svo stórum breytingum. Sem öryrki þekki ég af eigin raun hversu óréttlátt og íþyngjandi gamla örorkukerfið gat verið. Sú reynsla hefur stutt mig í að gera nýja kerfið okkar enn betra og hjálpað okkur við að finna veikleikana og eyða þeim burt. Við skulum þó átta okkur á því að með slíkum risa kerfisbreytingum sem nú taka gildi þá megum við eiga von á, að einhverjar vörður verði í veginum sem við viljum alls ekki hafa þar. Þá er það okkar að benda á þær jafnóðum og við verðum þeirra vör og fjarlægja þær í kjölfarið. Lagabreytingin var samþykkt í júní 2024 þegar forveri minn var í starfi og höfðum við í Flokki fólksins á þeim tíma miklar áhyggjur af þeim annmörkum sem þá voru okkur augljósir. Nú hef ég hins vegar sem ráðherra málaflokksins notið þeirra forréttinda, ásamt frábærum sérfræðingum Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og stofnana þess, að fá að bæta kerfið enn frekar og sparsla í götin sem ég hafði hvað mestar áhyggjur af. Takk fyrir óþrjótandi elju ykkar allra þar sem oft hefur viðveran verið löng og ströng. Ég ætla nú að útskýra nokkur atriði nýja kerfisins sem vonandi slá á áhyggjur margra öryrkja sem vita ekki hvað framtíð þeirra ber í skauti sér hvað það varðar. Þeir sem nú þegar eru í kerfinu með 75% örorkumat þurfa ekki að fara í nýtt samþætt sérfræðimat – það er alfarið valkvætt. Allir sem eru á örorkulífeyri færast sjálfkrafa yfir á nýjan örorkulífeyri og þurfa ekkert að aðhafast. Breytingin er sjálfvirk. Nýi örorkulífeyrinn er jafnframt varanlegur sem þýðir að fólk þarf ekki að fara reglulega í endurmat en það hefur reynst mörgum íþyngjandi. Fólk á örorkulífeyri getur hins vegar sjálft óskað eftir samþættu sérfræðimati ef það hefur áhuga á að kanna möguleikann á að fara á hlutaörorkulífeyri. Enginn er færður sjálfkrafa yfir á hlutaörorkulífeyri. Sérstaklega vil ég nefna að þeir sem bíða eftir að komast í endurhæfingu munu nú í nýju kerfi eiga rétt á sjúkra og endurhæfingargreiðslum ólíkt því sem áður var þar sem sá hópur féll á milli skips og bryggju. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af víxlverkunum, það er að segja hvort hækkanir frá almannatryggingum hverfi vegna samsvarandi skerðinga hjá lífeyrissjóðum. Lagt var fram stjórnarfrumvarp til að koma í veg fyrir þetta, en því miður fékk frumvarpið ekki fulla þinglega meðferð vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Ég hef þó rætt framhaldið við fjármálaráðherra og er fullviss um að samkomulag náist um að koma í veg fyrir þessa víxlverkun áður en langt um líður. Ef það gengur ekki eftir mun ríkisstjórnin tryggja með lögum að víxlverkunin bitni ekki á öryrkjum. Margir öryrkjar hafa haft áhyggjur af nýja almannatryggingakerfinu, þar á meðal ég sjálf. Hins vegar trúi ég því að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr óvissu og tryggja að þessar breytingar muni bæta lífsgæði sem flestra grípa fólk sem þarf á endurhæfingu að halda og bæta samfélagið okkar. Munum svo að standa vaktina saman og hjálpast að við að tryggja að nýja kerfið okkar virki fyrir okkur öll. Hjartans þakkir til ykkar allra og til hamingju með þennan fallega dag. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun