Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2025 21:45 Palestínumenn söfnuðust saman fyrir utan Al-Aqsa-sjúkrahúsið í Deir al-Balah á Gasaströndinni í dag til að biðja yfir líkum þeirra sem létust í árás Ísraelshers. AP/Abdel Kareem Hana Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu. Loftárásir og fallbyssuárásir hafa ómað um Gasaborg, stærstu borg svæðisins, eftir að Ísrael skilgreindi borgina sem átakasvæði í síðustu viku. Í útjöðrum borgarinnar og Jabaliya-flóttamannabúðunum lýsir fólk því að hafa séð vélmenni hlaðin sprengiefni brjóta niður byggingar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og að Ísrael hafi hindrað matvælaflutninga til norðurhluta Gasa enn frekar í kjölfar nýjustu sóknar sinnar í borginni. „Önnur miskunnarlaus nótt í Gasaborg,“ sagði Saeed Abu Elaish, læknir fæddur í Jabaliya-borg sem leitar nú skjóls í norðvesturhluta borgarinnar. Al Jazeera hefur eftir Ismail al-Thawabta, forstöðumanni fjölmiðlaskrifstofu stjórnvalda á Gasa, að ísraelski herinn noti „sprengivélmenni“ í íbúðahverfum og ýti þannig undir nauðungarflutninga Palestínumanna í Gasaborg. Áframhaldandi hungursneið og átök Sjúkrahús á Gasa segja minnst 31 hafa verið drepinn í skothríð Ísraelsmanna í dag, mánudag, og meira en helmingur þeirra séu konur og börn. Minnst þrettán hafi legið í valnum innan borgarmarkanna. Íbúar Gasaborgar sem hafa margir ítrekað flúið heimili sín vegna stríðsátaka og standa einnig frammi fyrir hungri. Sérfræðingar segja Gasaborg glíma við hungurneyð sem sé knúin áfram af átökum á svæðinu, umsátri Ísrael sem hefur hindrað matvælaflutninga, endurteknum fjöldaflutningum fólks og hruni matvælaframleiðslu. Samtals hafa 63.557 Palestínumenn fallið í átökunum sem hófust eftir innrás Hamas í Ísrael í október 2023, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem segir að 160.660 manns hafi særst í heildina. Konur og börn eru talin um helmingur hinna látnu. Ísraelsk stjórnvöld gefa lítið fyrir þessar tölur en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sjálfstæðir sérfræðingar hafa sagt tölur ráðuneytisins þær áreiðanlegustu sem í boði eru. Fræðimenn segja þjóðarmorð eiga sér stað á Gasa Stærsta fagfélag fræðimanna sem rannsaka þjóðarmorð lýstu því yfir í dag að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Ísraelsk stjórnvöld hafna þessu harðlega og segja herinn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast skaða á almennum borgurum. Fréttamiðlar greindu nýverið frá því að tölur innan úr ísraelska hernum sýni að 83 prósent þeirra sem hafi verið drepnir á Gasa hafi verið almennir borgarar. International Association of Genocide Scholars, eða Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna, samanstanda af um 500 meðlimum um allan heim en meðal þeirra eru sérfræðingar í Helförinni. Yfirlýsing samtakanna var samþykkt af 86 prósent kjósandi meðlima en með þessu bætast samtökin í hóp mannréttindasamtaka sem hafa áður sagt hernaðinn á Gasa bera merki þjóðarmorðs. Meðal þeirra eru tvö ísraelsk mannréttindasamtök sem nefnast B’Tselem og Physicians for Human Rights-Israel, eða Læknar fyrir mannréttindi, sem sökuðu fyrst Ísrael um fremja þjóðarmorð í júlí síðastliðnum. Þetta var í fyrsta sinn sem ísraelsk samtök leidd af gyðingum báru fram slíkar ásakanir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þjóðarmorð er skilgreint sem kerfisbundin útrýming kynþáttar, þjóðar eða samfélags. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Loftárásir og fallbyssuárásir hafa ómað um Gasaborg, stærstu borg svæðisins, eftir að Ísrael skilgreindi borgina sem átakasvæði í síðustu viku. Í útjöðrum borgarinnar og Jabaliya-flóttamannabúðunum lýsir fólk því að hafa séð vélmenni hlaðin sprengiefni brjóta niður byggingar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og að Ísrael hafi hindrað matvælaflutninga til norðurhluta Gasa enn frekar í kjölfar nýjustu sóknar sinnar í borginni. „Önnur miskunnarlaus nótt í Gasaborg,“ sagði Saeed Abu Elaish, læknir fæddur í Jabaliya-borg sem leitar nú skjóls í norðvesturhluta borgarinnar. Al Jazeera hefur eftir Ismail al-Thawabta, forstöðumanni fjölmiðlaskrifstofu stjórnvalda á Gasa, að ísraelski herinn noti „sprengivélmenni“ í íbúðahverfum og ýti þannig undir nauðungarflutninga Palestínumanna í Gasaborg. Áframhaldandi hungursneið og átök Sjúkrahús á Gasa segja minnst 31 hafa verið drepinn í skothríð Ísraelsmanna í dag, mánudag, og meira en helmingur þeirra séu konur og börn. Minnst þrettán hafi legið í valnum innan borgarmarkanna. Íbúar Gasaborgar sem hafa margir ítrekað flúið heimili sín vegna stríðsátaka og standa einnig frammi fyrir hungri. Sérfræðingar segja Gasaborg glíma við hungurneyð sem sé knúin áfram af átökum á svæðinu, umsátri Ísrael sem hefur hindrað matvælaflutninga, endurteknum fjöldaflutningum fólks og hruni matvælaframleiðslu. Samtals hafa 63.557 Palestínumenn fallið í átökunum sem hófust eftir innrás Hamas í Ísrael í október 2023, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem segir að 160.660 manns hafi særst í heildina. Konur og börn eru talin um helmingur hinna látnu. Ísraelsk stjórnvöld gefa lítið fyrir þessar tölur en stofnanir Sameinuðu þjóðanna og sjálfstæðir sérfræðingar hafa sagt tölur ráðuneytisins þær áreiðanlegustu sem í boði eru. Fræðimenn segja þjóðarmorð eiga sér stað á Gasa Stærsta fagfélag fræðimanna sem rannsaka þjóðarmorð lýstu því yfir í dag að Ísrael væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Ísraelsk stjórnvöld hafna þessu harðlega og segja herinn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast skaða á almennum borgurum. Fréttamiðlar greindu nýverið frá því að tölur innan úr ísraelska hernum sýni að 83 prósent þeirra sem hafi verið drepnir á Gasa hafi verið almennir borgarar. International Association of Genocide Scholars, eða Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna, samanstanda af um 500 meðlimum um allan heim en meðal þeirra eru sérfræðingar í Helförinni. Yfirlýsing samtakanna var samþykkt af 86 prósent kjósandi meðlima en með þessu bætast samtökin í hóp mannréttindasamtaka sem hafa áður sagt hernaðinn á Gasa bera merki þjóðarmorðs. Meðal þeirra eru tvö ísraelsk mannréttindasamtök sem nefnast B’Tselem og Physicians for Human Rights-Israel, eða Læknar fyrir mannréttindi, sem sökuðu fyrst Ísrael um fremja þjóðarmorð í júlí síðastliðnum. Þetta var í fyrsta sinn sem ísraelsk samtök leidd af gyðingum báru fram slíkar ásakanir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þjóðarmorð er skilgreint sem kerfisbundin útrýming kynþáttar, þjóðar eða samfélags.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27 Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni. 31. ágúst 2025 08:27
Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn. 25. ágúst 2025 19:17