„Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2025 07:19 Sérfræðingar segja fyrirætlanirnar sem Washington Post greindi frá um helgina algjörlega fráleitar. Sérfræðingar segja hugmyndir um að flytja íbúa Gasa á brott til að greiða fyrir uppbyggingu einhvers konar tækni- og ferðamannaparadísar á svæðinu óraunhæfar og fela í sér gróf brot gegn alþjóðalögum. Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Washington Post greindi um helgina frá áætlun sem meðal annars gengur út á að flytja Palestínumenn frá Gasa gegn eingreiðslu eða loforði um íbúð í nýrri „paradís“ á svæðinu. Brottflutningurinn yrði valfrjáls. Þá felur áætlunin í sér hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu á Gasa, fjármagnaða af einkaaðilum, þar sem meðal annars yrði að finna strandhótel, rafbílaverksmiðjur og gagnaver. Gera höfundar hennar því skóna að verkefnið gæti borgað sig fjórfalt innan tíu ára. Hvorki Hvíta húsið né utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafa tjáð sig um hið 38 síðna plagg, sem er sagt hafa verið unnið fyrir stofnendur Gaza Humanitarian Foundation, með fjárhagsráðgjöf frá Boston Consulting Group. Það virðist þó augljóslega byggja á framtíðarsýn Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir Gasa. „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun,“ segir Philip Grant, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Trial International í Sviss. „Hver er útkoman? Skólabókardæmi um alþjóðaglæp af óhugsandi stærðargráðu.“ Grant segir áætlunina fela í sér hóprefsingu og brottflutning þjóðar gegn vilja hennar. Hugmyndirnar hafa einnig verið gagnrýndar í fjölmiðlum í Ísrael en í skoðanagrein í Haaretz er þeim lýst sem einhvers konar vélráðum um að græða peninga á túrisma, gervigreind og stríðsglæpum. Sérfræðingar segja skjalið augljóslega smíðað af einstaklingum sem hafa enga þekkingu á aðstæðum á svæðinu. Þeir sem unnu að því af hálfu Boston Consulting Group hafa verið látnir fjúka. „Þetta er bilað,“ segir HA Hellyer hjá öryggis- og varnarmála hugveitunni Royal United Services Institute. Hann segir liggja ljóst fyrir að stjórnvöld vestanhafs séu samþykkt þjóðernishreinsun á Gasa og það sé fráleitt að tala um valkvæðan brottflutning þegar hinn valmöguleikinn sé að verða sveltur eða skotinn til bana. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira