Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar 3. september 2025 07:32 Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Jákvæð uppbygging menntamála í Hveragerði Það má með sanni segja að menntamál í Hveragerði séu á spennandi tímamótum. Gríðarlega mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu mánuði og erum við að uppskera eftir því. Stækkun leikskólans Óskalands er afar jákvætt skref í átt að sterkari grunnstoðum fyrir yngstu íbúa bæjarins. Leikskólinn er því orðinn níu deilda leikskóli og skapast hefur rými fyrir fleiri börn, í umhverfi þar sem lausnamiðuð hugsun og fagmennska eru í forgrunni. Nemendaverndarráð leikskólanna Þrátt fyrir krefjandi aðstæður undanfarið hefur starf leikskólanna Óskalands og Undralands verið til mikillar fyrirmyndar. Markviss vinna hefur átt sér stað í snemmtækri íhlutun innan leikskólanna, sérkennsla er öflug og fagfólk leikskólanna vinnur þétt saman með skýrum markmiðum um að styðja hvert barn á einstaklingsbundinn hátt. Nýstofnað nemendaverndarráð leikskólanna hefur einnig styrkt þetta starf með vel ígrundaðri teymisvinnu og faglegum lausnum. Leikskólinn Óskaland hefur nú tekið í notkun nýja og glæsilega viðbyggingu sem telur þrjár nýjar deildir og er mikil ánægja með þá góðu viðbót. Spennandi tímar í grunnskólanum Grunnskólinn í Hveragerði er að ganga í gegnum jákvæðar breytingar, með stækkun skólans og þróun nýs námsvers, en við gerð síðustu fjárhagsáætlunar Hveragerðisbæjar var samþykkt að bæta við stjórnanda í grunnskólanum sem kemur til með að stýra nýju námsveri. Með nýju námsveri og þeim námsaðstæðum sem þar skapast mun gefast gott tækifæri til að takast enn betur á við fjölbreyttar þarfir nemenda. Nýsköpun í frístundastarfi Frístundastarf í Hveragerði hefur blómstrað undanfarin ár. Þátttaka barna í frístundastarfi hefur aukist ár frá ári og fagmennska starfsfólks frístundamiðstöðvarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir bæjarmörkin. Það hefur verið ánægjulegt að að sjá hvernig starfið er stöðugt í endurskoðun og aðlagað að þörfum samfélagsins hverju sinni. Í því sambandi má nefna nýtt verkefni frístundastarfs með eldri borgurum, sem er sérstaklega spennandi og bætir við nýjum víddum í þjónustu í nærsamfélaginu. Öflug fræðslu- og velferðarþjónusta Skólaþjónustan í Hveragerði hefur einnig tekið stór skref í átt að bættri þjónustu. Bið eftir vinnslu tilvísana hefur styst verulega og innleiðing nýrra farsældarlaga hefur skapað betri grundvöll fyrir snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. Samvinna og teymisvinna á milli þjónustuveitenda hefur reynst lykillinn að þessum árangri. Fræðsluþjónustan hefur jafnframt haldið fræðsludaga fyrir starfsfólk og fræðsluerindi fyrir foreldra og almenning, sem hafa hlotið góðar undirtektir. Í upphafi árs var þróunarverkefnið Föruneyti barna – samstarf um stuðning við uppeldi og nám sett á stað hér í Hveragerði og foreldrum barna í árgang 2019 boðin þátttaka. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og barnamálaráðuneytis og Háskóla Íslands og styður við farsæld barna. Það er mikilvægt að styrkja og styðja við tengsl innan samfélagsins. Með þessum leiðum hefur það verið markmikðið, að styrkja og stuðla að góðum tengslum innan stofnanna og ekki síður við samfélagið allt. Samvinna og björt framtíð Tækifærin í menntamálum í Hveragerði eru fjölmörg og björt framtíð blasir við. Það hefur verið lögð rík áhersla hjá Okkar Hveragerði að styðja við og efla þennan málaflokk og það hefur svo sannarlega tekist vel til. Með samvinnu, lausnamiðaðri hugsun og gagnrýnu samtali getum við skapað menntakerfi sem styður við þarfir hvers og eins og styrkir samfélagið í heild sinni. Í Hveragerði er svo sannarlega gott að búa. Höfundur er formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar og forseti bæjarstjórnar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun