Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar 4. september 2025 10:03 Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Steinn Jóhannsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Því ber að fagna að mælitækjum fyrir grunnskóla landsins sé fjölgað því að ekkert eitt mælitæki getur mælt alla þá þekkingu, hæfni og leikni sem nemendur búa yfir. Samræmd próf hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni og nú verður nýtt samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði hluti af Matsferli MMS. Samræmt námsmat getur reynst sveitarfélögum mikilvægt til að bera sig saman og sjá hvernig námsárangur hefur þróast yfir langan tíma og til að meta ákveðnar framfarir. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir og muna að samræmt námsmat/samræmd próf mæla aðeins afmarkaða hæfni og eru því aðeins eitt mælitæki af mörgum. Með fjölbreyttu námsmati eru meiri líkur á að allir nemendur geti blómstrað, hvort sem það er í prófum, einstaklings- eða hópverkefnum, ritgerðum, verklegum æfingum, framsögum, o.fl. Námsmatið á að endurspegla fjölbreytta hæfni nemenda og það þurfum við að standa vörð um. Nemendur nota mismunandi aðferðir við að tileinka sér námsefni og fjölbreytt námsmat gefur betri heildarmynd af hverjum nemenda. Höldum líka til haga að fjölbreytt námsmat gerir nám áhugaverðara og jafnvel meira spennandi fyrir fleiri og ýtir undir sköpunargáfu nemenda sem mun nýtast í veröld sem breytist hratt. Nútíma störf krefjast fjölbreyttrar þekkingar, leikni og hæfni og því er eðlilegt að gera kröfu um að námsmat sé fjölbreytt og jafnvel síbreytilegt í takt við þarfirnar hverju sinni. Námsmat á ekki að vera íhaldssamt og bundið eingöngu við samræmd próf í fáum greinum. Nauðsynlegt er að til staðar sé námsefni sem styður vel við námsmatið og gefur kennurum tækifæri á að fara ólíkar leiðir í átt að fjölbreyttu námsmati. Mestu skiptir að námsmat sé gagnsætt og auðskiljanlegt og með góðri og uppbyggilegri endurgjöf. Þannig getur námsmatið hjálpað foreldrum að fylgjast með námi barna sinna, framförum og hvar aðstoðar er þörf. Áhugi foreldra er alltaf hvatning fyrir nemendur og í gegnum samtal út frá námsmatinu fá foreldrar betri innsýn í skólastarfið og það sem er efst á baugi hverju sinni. Stöndum saman um hagsmuni barnanna og hvetjum þau til dáða þannig að öll börn fái tækifæri til að blómstra í skólastarfinu á sínum forsendum. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun