„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 11:56 Bandarískir „Selir“ á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Salwan Georges Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður. Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður.
Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira