Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2025 13:04 Tinder-svindlarinn Simon Leviev. Netflix Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum. Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra. Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Fjallað er um handtöku Leviev á erlendum miðlum. Leviev er 34 ára gamall og er upprunalega frá Bnei Brak í Ísrael. Í frétt NRK segir að Leviev hafi verið handtekinn að beiðni Interpol og er það haft eftir talmanni innanríkisráðuneytis Georgíu, Tato Kuchava. Í frétt Jerusalem Post um handtökuna segir að ekki liggi fyrir hvers vegna hann var handtekinn og er haft eftir lögmanni hans að hvorki Leviev eða lögmanninum hafi verið tjáð hvers vegna hann er í haldi. „Hann hefur verið að ferðast frjáls um heiminn,“ er haft eftir lögmanni hans. Þóttist vera sonur milljarðamærings Heimildarmyndinn The Tinder Swindler segir sögu Cecilie Fjellhøy, Pernilla Sjoholm and Ayleen Charlotte sem allar lentu í klóm Shimon. Hann komst í kynni við þær í gegnum stefnumótaforrotið Tinder og þóttist þar vera sonur demantasalans og milljarðamæringsins Lev Leviev. Simon þóttist þannig vera ríkur og heillaði þær upp úr skónum með ríkulegum lífsstíl sínum, einkaflugvélum, lúxushótelum og dýrum bílum. Þegar leið á sambandið sannfærði hann þær svo um að millifæra á sig háar upphæðir penings. Alls náði hann að svíkja tíu milljónir Bandaríkjadala af konunum. Það samsvarar rúmum 1,2 milljarði íslenskra króna. Fjallað var ítarlega um Leviev í umfjöllun á vef norska miðilsins VG áður en Netflix gerði heimildarmyndina. Fleiri kærur Í frétt Jerusalem Post segir að Leviev hafi einnig verið kærður af fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, Iren Tranov, vegna peninga sem hún lánaði honum en hann greiddi ekki til baka. Samkvæmt Tranov lánaði hún honum peninginn í október árið 2022. Þá var einnig lögð fram kæra á hendur honum í mars 2024 af Ephraim og Ruthy Leviev Yelizarov, börnum Lev Leviev, sem segja hann hafa skaðað orðspor þeirra með því að hafa þóst vera bróðir þeirra.
Georgía Ísrael Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45 Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
160 milljónir í verðlaunafé Tryggingafélagið Lloyd´s of London hefur heitið allt að 160 milljónum íslenskra króna í verðlaun þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til þess að skartgripum sem var rænt í Cannes fyrr í sumar finnist. 6. ágúst 2013 10:45
Ríkasti Ísraelinn kaupir dýrustu íbúðina í London Ríkasti auðjöfur Ísraels, demantasalinn Lev Leviev, hefur fest kaup á dýrasta íbúðarhúsinu í London. 9. janúar 2008 09:10