„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 19:22 Navi Pillay er suðurafrískur mannréttindalögfræðingur. Hún gegndi áður embætti mannréttindast´jora Sameinuðu þjóðanna. Hún er formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Cem Ozdel/Anadolu Agency/Getty Images Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“ Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“
Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08