Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 20. september 2025 08:32 Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Umhverfismál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn. Í forsendum Viðskiptaráðs er reiknað með að hægt sé að vinna 6 – 12 milljarða olíutunna á Drekasvæðinu. Til að setja það magn í samhengi þá losna 430 kg af CO₂ við brennslu olíu úr einni tunnu, auk 50 kg CO₂ vegna vinnslunnar sjálfrar. Samanlagt eru þetta 3 – 6 milljarðar tonna af CO₂ eða núverandi heildarlosun Íslands í 260 – 520 ár. Það væru miklu öruggari verðmæti fólgin í því að skilgreina líklegt lágmarksmagn og ákveða formlega að skilja það eftir. Miðað við ETS verð á koltvísýringi (78 € á tonn CO₂) þá er það virði 32.000 – 64.000 milljarða kr. að skilja olíuna eftir í jörðinni [1]. Að ákveða að skilja olíuna eftir í jörðinni er án kostnaðar en föngun og niðurdæling á sambærilegu magni af koltvísýringi gæti kostað 30.000 – 210.000 milljarða kr. (70 – 250 € á tonn CO₂) [2]. Er ekki bara allt í lagi þó hlýni aðeins? Undanfarið sumar hefur verið einstaklega hlýtt og kannski hefur hvarflað að einhverjum hvort það sé nú nokkuð alslæmt þó það hlýni aðeins? Hnattræn hlýnun er hins vegar skammgóður vermir fyrir Íslendinga, í bókstaflegri merkingu. Við erum háð Golfstraumnum og veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) en með aukinni hlýnun eykst hættan á því að þetta kerfi fari úr skorðum og þá yrði óbyggilegt á Íslandi [3]. Samkvæmt nýlegum rannsóknum þá er hætta á að veltihringrás Atlantshafsins fari yfir vendipunkt á næstu áratugum. Sé farið yfir vendipunktinn þá yrði ekki aftur snúið, heldur myndi hringrásin halda áfram að veikjast þar til hún hryndi, jafnvel þótt dregið væri úr losun. Líkurnar á hruni fara eftir því hve vel gengur að draga úr losun [4]: Ef losun er áfram aukin: 70% líkur á hruni AMOC Ef losun verður í meðallagi: 37% líkur á hruni AMOC Ef við drögum skarplega úr losun og stöðvum hnattræna hlýnun við 2°C: 25% líkur á hruni AMOC Að draga úr losun er því ekki aðeins mikilvægt fyrir Íslendinga, heldur lífsspursmál. Loftslagsbreytingar eru tilvistarleg ógn við Ísland, líkt og hjá suðurhafseyjum sem fara á kaf ef sjávarborð hækkar. En væri olían okkar ekki svo umhverfisvæn? Í grein Viðskiptaráðs er því haldið fram að olíuvinnsla á Íslandi yrði „ein sú umhverfisvænasta í heiminum“. Það er blekkjandi að halda slíku fram því megnið af losuninni verður við brennslu olíunnar (430 kg CO₂ á hverja tunnu) en ekki vinnslu hennar (50 kg CO₂ á hverja tunnu). Olía er í eðli sínu óumhverfisvæn og það er ólíklegt að íslensk olía myndi koma í staðinn fyrir aðra olíu, heldur yrði hún viðbót. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA) gengur ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum á að minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5 – 2°C. Samantekt Olíufundur og olíuvinnsla myndu hafa í för með sér aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur mörg hundruð faldri losun Íslands (árið 2024). Lífsviðurværi okkar Íslendinga er háð því að veltihringrás Atlantshafsins haldist stöðug og það fæli í sér gífurlega áhættu fyrir Ísland að stuðla að svo gífurlegri aukningu í losun. Halda verður eins miklu jarðefnaeldsneyti í jörðinni eins og hægt er til að eiga möguleika á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Heimildir [1] EU Carbon Permits - Price - Chart - Historical Data - News [2] Mapping the cost of carbon capture and storage in Europe – Clean Air Task Force [3] Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi - Vísir [4] Shutdown of northern Atlantic overturning after 2100 following deep mixing collapse in CMIP6 projections
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun