Erlent

Þrjá­tíu hand­teknir í ó­eirðum í Hollandi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna í Haag. Kveikt var í þessum lögreglubíl.
Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglumanna í Haag. Kveikt var í þessum lögreglubíl. AP

Ofbeldisfull mótmæli sem beindust gegn innflytjendum brutust út í Haag í Hollandi í dag. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglunnar, en minnst tveir lögreglumenn slösuðust, og hafa þrjátíu mótmælendur verið handteknir.

Lögregluyfirvöld í Hollandi notuðu táragas og háþrýstidælur til að kveða niður óeirðirnar, en sumir mótmælendur höfðu gripið til þess að kasta steinum og flöskum að lögreglunni.

Um 1500 manns stífluðu helstu umferðaræð borgarinnar og kveiktu meðal annars í lögreglubíl.

Dick Schoof forsætisráðherra Hollnads hefur fordæmt mótmælin, og segir að glórulaust ofbeldi eigi aldrei rétt á sér.

Geert Wilders, leiðtogi fjarhægriflokksins Frelsisflokksins, hefur einnig fordæmt mótmælin. Honum var boðið að halda ræðu á mótmælunum en hafnaði því.

Hann fordæmdi ofbeldi mótmælenda og sagði það algjörlega óásættanlegt, og að „fávitar“ hefðu staðið á bak við það.

Mótmælin voru skipulögð af aktívistahópi sem krefst mun harðari reglna um innflytjendur og hælisleitendur.

BBC




Fleiri fréttir

Sjá meira


×