Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:25 Sarah Ferguson þarf að kveðja sex ólík samtök sem hafa afþakkað þjónustu hennar. Epa/ETTORE FERRARI Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur. Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Sarah Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar prins, var ýmist titluð verndari eða sendiherra samtakanna sex. Epstein var ákærður fyrir mansal á börnum og kynferðisbrot. Hann svipti sig lífi í fangaklefa í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda. Jeffrey Epstein hafði verið ákærður fyrir fjölda brota þegar hann lést. Vísir/EPA Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Ferguson að hún ætli ekki að tjá sig um ákvarðanir líknarfélaganna. Julia's House, sem rekur barnasjúkrahús, var fyrsta félagið til að hætta samstarfi við Ferguson og sagði það „óviðeigandi“ að hún gegndi stöðunni áfram. Síðar í dag tilkynntu félögin Teenage Cancer Trust, Natasha Allergy Research Foundation, Children's Literacy Charity og Prevent Breast Cancer einnig að hertogaynjan væri ekki lengur titluð verndari þeirra. Þá gaf The British Heart Foundation út að hún væri ekki lengur sendiherra góðgerðarstofnunarinnar sem fjármagnar rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum. Stangist á við opinber ummæli Umræddur tölvupóstur frá hertogaynjunni til Epsteins var birtur af bresku dagblöðunum Mail og Sun í gær. Virðist hann hafa verið sendur eftir að hún fullyrti opinberlega að hafa hætt samskiptum við hann. Í tölvupóstinum frá árinu 2011 virðist hún biðjast velvirðingar á opinberum ummælum þar sem hún gagnrýndi Epstein og skrifaði: „Þú hefur alltaf verið mér og fjölskyldu minni staðfastur, örlátur og einstakur vinur.“ Fyrr sama ár hafði hún fordæmt Epstein í víðtali og sagt að samskipti þeirra hafi verið „risavaxinn dómgreindarbrestur“ og að: „Það sem hann gerði var rangt og fyrir það var hann réttilega fangelsaður.“ Talsmaður hertogaynjunnar segir að tölvupóstur hennar til Epsteins, þar sem hún lýsti honum sem vini, hefði verið sendur til að draga úr hættunni á því að hann myndi stefna henni fyrir meiðyrði. Hún sjái enn mjög eftir öllum tengslum við hann. „Þessi tölvupóstur var sendur eftir ráðleggingar sem hertogaynjan fékk til að reyna að róa Epstein og draga úr hótunum hans,“ sagði í yfirlýsingu sem talsmaður hennar gaf út í gær eftir að tölvupósturinn til Epsteins var birtur.
Kóngafólk Bretland Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira