„Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 08:01 Arna Eiríksdóttir kveður fólkið í Kaplakrika eftir þrjú ár sem leikmaður FH. vísir / guðmundur Arna Eiríksdóttir yfirgaf herbúðir FH og skrifaði undir hjá Vålerenga fyrir tveimur vikum síðan. Hún hefur farið geyst af stað með nýju liði en kemur til með að sakna fólksins í Kaplakrika. Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“ Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“
Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41
Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16