Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. september 2025 11:24 Það gæti brugðið til beggja vona. AP Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum. Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile. Moldóva Rússland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Mikið hefur gustað um stjórnarandstöðuna í aðdraganda kosninganna sem samanstendur af bandalagi kommúnista og sósíalista og Sigurflokks Ilan Șor, auðjöfurs með sterk tengsl við Rússland. Honum hefur ítrekað verið meinað að bjóða sig fram en hann hefur verið dæmdur fyrir umfangsmikil fjársvik og að skipuleggja valdarán árið 2023. Rússar ausi fjármagni á stjórnarandstöðuna Vasile Ursachi, blaðamaður hjá moldóvska vikuritinu Ziarul de Gardă, segir ómögulegt að segja til um hverjar niðurstöðurnar verði en að ljóst sé að óstöðugleiki sé framundan. „Það er mjög mikið í húfi vegna þess að Rússland hefur varið um þrjú hundruð milljón evrum í að kaupa atkvæði og í áróður á samfélagsmiðlum. Rússar vilja stýra Moldóvu og kynda undir óstöðugleika á svæðinu,“ segir Vasile. Hann segir Rússlandssinnaða flokk Ilans Șor glæpasamtök en stefna hins síðarnefnda byggir á að Rússland innlimi Moldóvu. „Mestöll stjórnarandstaðan er með sterk bönd við Rússland. Leiðtogar stjórnarandstöðuna hafa oft farið til Moskvu á fund rússneskra embættismanna. Svo hefur sumum flokkum verið meinað að bjóða fram vegna þess að lögregla og ákæruvaldið búa yfir upplýsingum um að meintar fjárhæðir sem þeir vörðu í aðdraganda kosninganna séu tengdar glæpasamtökum Ilans Șor. Hann er óligarki, býr í Moskvu og fer fyrir glæpasamtökum sem vilja þétta bönd Moldóvu við Rússland,“ segir Vasile. Óeirðir sama hvað Hversu jafnt er í skoðanakönnunum? „Það er hnífjafnt að ég tel. Munurinn á fylginu er á bilinu eitt til tvö prósent. Ég held að enginn viti í raun hverjar niðurstöðurnar verði.“ „Ég held að það verði mikill óstöðugleiki í kjölfar kosninganna. Því við vitum að stjórnarandstaðan með tengingar í Rússlandi hafa skipulagt mótmæli og lögreglan hefur verið að rannsaka hópa í Moldóvu sem hafa verið þjálfaðir í Serbíu í að kynda undir óeirðir. Ef Evrópuflokkarnir vinna, þýðir það ekki að stöðugleiki náist á næstu vikum. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir þjóðina,“ segir Vasile.
Moldóva Rússland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira