Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2025 07:00 Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun. Leikskólavandinn Vandi leikskólakerfisins er auðvitað flóknari en svo að hann verði leystur með einu pennastriki. Það er ekki til ein formúla sem virkar. Það hefur reynst erfitt að fá fólk til starfa og það hefur reynst erfitt að halda úti góðu húsnæði. Of mikil og hröð fólksfjölgun hefur líka haft sitt að segja. Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla líður enn fyrir að störf þeirra voru um langt skeið í höndum mæðra inni á heimilum. Virði starfanna hefur því ekki verið metið til jafns við önnur störf. Því er grundvallaratriði að endurmeta virði þeirra starfa sem sinnt er af stórum kvennastéttum. Sú vinna er leidd af dómsmálaráðuneytinu. Ég nefni líka að þegar þensla er í hagkerfinu reynist sérstaklega erfitt að manna leikskóla. Þannig var það á árunum fyrir efnahagshrunið, rétt eins og undanfarin ár. Það er dapurt því starfsfólk leikskóla er samfélaginu sérstaklega dýrmætt. „Góður“ rekstur á kostnað kvenna Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá Sjálfstæðisflokkinn gagnrýna tillögurnar í Reykjavík. Það er jákvæð stefnubreyting í ljósi aðdáunar þeirra á hinu svokallaða „Kópavogs-módeli“ sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi þar í bæ. Í meginatriðum er Reykjavík að taka það upp. Þessi hugmynd tekur ekki mið af því að leikskólar snúast vitaskuld um meira en bókhald og algjörlega er litið fram hjá ólíkum áhrifum á kynin. Leikskólar starfa fyrir okkar mikilvægasta hóp sem eru börnin okkar. Gott leikskólakerfi er jafnframt mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku og nám og grunnstoð blómlegs samfélags fyrir barnafjölskyldur. Leikskólakerfið sem byggðist upp í Reykjavík á 10. áratug síðustu aldar markaði straumhvörf í lífi íslenskra kvenna og barnafjölskyldna. Á þeim tíma þótti ýmsum þetta vitleysa.Ég hef stundum hugsað um hópinn sem var á móti þessu. Þessi hópur er enn áberandi í dag en birtingarmyndirnar eru aðrar, enda vilja allir gott leikskólakerfi. Nú skilgreinir þessi hópur jafnrétti eingöngu út frá fjölda kvenna í stjórnunarstöðum en ekki almennum veruleika kvenna. Þessum sama hópi finnst fátt hlægilegra en úrbætur í jafnréttismálum, t.d. framkvæmdaáætlun mín í jafnréttismálum. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður skref afturábak. Ríkisstjórnin stendur vaktina Ríkisstjórnin styður við barnafjölskyldur. Nýlega var samþykkt á Alþingi að þak fæðingarorlofs verði hækkað í 900.000 krónur. Það tekur gildi á næsta ári. Ríkisstjórnin vinnur nú tillögur um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er nauðsynlegt að ríkið taki þátt í því verkefni. Þá er vinnan við endurmat á virði kvennastarfa í fullum gangi. Dómsmálaráðuneytið leiðir þá vinnu og afrakstur hennar verður kynntur haustið 2026. Ég fagna allri viðleitni til að bregðast við stöðunni í leikskólum Reykjavíkurborgar. Breytingar mega þó ekki auka álagið enn frekar á mæður og framkalla veikari stöðu kvenna. Það er skýrt af hálfu Viðreisnar. Barnafjölskyldur eiga betra skilið. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun