Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar 8. október 2025 16:00 Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Fyrirkomulagið er auðvitað ekki fullkomið og betur hefði farið á því ef allir borgarfulltrúar (ég þar með talin) hefðu haldið áfram af sama metnaði. Það á enn eftir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, fjölga leikskólakennurum og tryggja betra starfsumhverfi. Þrátt fyrir þetta eru leikskólarnir í grunninn góðir, börn upp til hópa sátt og foreldrar geta unnið sína vinnu. Foreldrar eru svo sem ekki heldur fullkomin, þó þau séu að gera sitt besta. Mörg þeirra hafa minni tíma til að vera með börnunum sínum en þau myndu vilja. Fólk vinnur mikið, stundar líkamsrækt og hittir vini, enda er nauðsynlegt að hafa fjármagn og heilsu (andlega og líkamlega) til að standa sig í foreldrahlutverkinu. Örþrifaráð við flóknum vanda Staðan á leikskólum Reykjavíkur er erfið. Langvarandi skortur á viðhaldi hefur leitt af sér varanlegar skemmdir á húsnæði með tilheyrandi raski. Launin eru of lág til að laða að nægilega marga kennara og halda í gott starfsfólk. Stuðningsúrræði eru of einsleit og fá. Reiknireglur um mönnun eru of knappar til að hægt sé að bregðast við forföllum, að ekki sé talað um að virða þá grundvallarreglu að starfsfólk sé aldrei eitt með börnum eins og hræðileg nýleg dæmi bera með sér. Til að bregðast við þessu hefur eitthvað sem kallast Reykjavíkurmódel verið kynnt til sögunnar. Án þess að ég nenni að kafa ofan í efnisatriði þess, þá snýst það um hækkun gjaldskrár umfram ákveðinn tímafjölda á viku og á óformlegum frídögum. Markmiðið er að auðvelda skipulag leiskólastarfsins með því að stytta leikskólaviku barnanna. Ekki besta leiðin Ég skil vel að leikskólastarfsfólk fagni tillögum sem auðvelda þeim að reka leikskólana við þær vonlausu aðstæður sem skapaðar hafa verið. En þetta er ekki eina leiðin og þetta er ekki besta leiðin. Og í raun er þessi leið engin lausn, heldur er fyrst og fremst verið að snúa niðurskurðarhnífnum í sárinu og beina honum að foreldrum í stað starfsfólks. Þessi lausn fjölgar ekki stöðugildum, eykur ekki öryggi og gerir ekki við húsnæðið. Reynslan af sambærilegum aðgerðum í Kópavogi er slæm (ég veit að það er ekki eins en algerlega nógu sambærilegt til að læra af). Bent hefur verið á að fyrirkomulagið bitnar fjárhagslega verst á foreldrum sem þéna minnst og að það setur auknar byrðar á fólk með lítinn sveigjanleika í vinnu og lítið félagslegt bakland. Hvað þá? Sanngjarnara væri að blása í glæður þess metnaðar sem Reykjavíkurlistinn hafði (eða jafnvel kveikja eldinn upp á nýtt). Að standa með leikskólunum, færa til fjármagn innan borgarkerfisins og setja trukk í viðhald, viðbætur og úrræði sem tryggja starfsfólki og börnum heilnæmar, öruggar og uppbyggilegar aðstæður á leikskólum í Reykjavík. Ef styttri vinnuvika dekkar ekki 42 tíma leikskólaviku, þá þarf að fjölga starfsfólki. Ef börn eru þreytt eftir of langan dag á leikskóla er betra að búa til rólegri umgjörð með fleira starfsfólki og smærri barnahópum en að þeyta þeim af stað í útréttingar í eftirmiðdagsumferðinni eða barnapössun líkamsræktarstöðva. Reykjavíkurmódelið Á kvennaárinu 2025, 50 árum eftir að konur lögðu niður störf í fyrsta skipti og 31 ári eftir að Reykjavíkurlistinn hóf uppbyggingu leikskóla í núverandi mynd, ætti meirihluti sem leiddur er af konum í fyrsta skipti í sögunni að dusta rykið af femínísku hugmyndafræðinni sem leikskólarnir eru byggðir á og endurskipuleggja rekstur borgarinnar í þeirra þágu. Það kann að hljóma óraunhæft, en þá minni ég á að heilsdagsvistun fyrir öll börn þótti óraunhæf árið 1994. Fyrst og fremst ætti núverandi meirihluti borgarstjórnar að fullfjármagna leikskólastigið svo sæmd sé að. Þær ættu að tryggja kvennastéttunum sem halda uppi leikskólunum almennileg laun. Þær ættu að tryggja þjónustu sem stuðlar að kynjajafnrétti á vinnumarkaði og dregur úr ólaunaðri vinnu kvenna. Og síðast en ekki síst ættu þær að tryggja öllum börnum í borginni öruggar og uppbyggilegar aðstæður með heilnæmu húsnæði og nægri mönnun. Það væri almennilegt Reykjavíkurmódel. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikafræðingur og fyrrverandi forseti borgarstjórnar.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar