Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 11:26 Forsetinn vaknar líklega sár og svekktur þennan morguninn þegar hann heyrir af tíðindunum. Vísir/AP Nóbelsnefndin sannaði með vali sínu á friðarverðlaunahafa Nóbels að hún setur pólitík ofar friði. Þetta segir samskiptastjóri Hvíta hússins í yfirlýsingu vegna vals á friðarverðlaunahafa Nóbels en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur horft hýru auga til verðlaunanna í þó nokkurn tíma. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin á tíma sínum sem Bandaríkjaforseti. Í umfjöllun Guardian um það hvernig náðist að tryggja friðarsamkomulag milli Ísraels og Hamas er haft eftir breskum diplómata að forsetinn hafi verið líkt og „óstöðvandi afl“ í því að tryggja friðinn. „Fólk vill ekki heyra þetta en kosturinn við Trump er að þegar hann ákveður að gera eitthvað er hann eins og óstöðvandi afl. Og hann setti svo sannarlega pressu á Ísraela.“ Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að handhafi friðarverðlauna Nóbels í þetta sinn sé María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela, fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Eftir tilkynninguna hafa margir beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjaforseta. Steven Cheung samskiptastjóri Hvíta hússins segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að nefndin hafi þarna valið pólitík fram yfir frið. Forsetinn „muni halda áfram að gera friðarsamninga, binda enda á stríð og bjarga mannslífum.“ Þá segir hann Trump hafi hjarta mannúðarvinar: „Og það verður aldrei neinn eins og hann sem getur flutt fjöll með hreinum viljastyrk sínum.“ Ýmsir lögðu forsetanum lið í baráttu sinni fyrir verðlaununum og sögðust styðja það að hann fengi þau, meðal annars Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. Nóbelsverðlaun Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin á tíma sínum sem Bandaríkjaforseti. Í umfjöllun Guardian um það hvernig náðist að tryggja friðarsamkomulag milli Ísraels og Hamas er haft eftir breskum diplómata að forsetinn hafi verið líkt og „óstöðvandi afl“ í því að tryggja friðinn. „Fólk vill ekki heyra þetta en kosturinn við Trump er að þegar hann ákveður að gera eitthvað er hann eins og óstöðvandi afl. Og hann setti svo sannarlega pressu á Ísraela.“ Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að handhafi friðarverðlauna Nóbels í þetta sinn sé María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela, fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Eftir tilkynninguna hafa margir beðið eftir viðbrögðum Bandaríkjaforseta. Steven Cheung samskiptastjóri Hvíta hússins segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að nefndin hafi þarna valið pólitík fram yfir frið. Forsetinn „muni halda áfram að gera friðarsamninga, binda enda á stríð og bjarga mannslífum.“ Þá segir hann Trump hafi hjarta mannúðarvinar: „Og það verður aldrei neinn eins og hann sem getur flutt fjöll með hreinum viljastyrk sínum.“ Ýmsir lögðu forsetanum lið í baráttu sinni fyrir verðlaununum og sögðust styðja það að hann fengi þau, meðal annars Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael.
Nóbelsverðlaun Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Venesúela Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14. ágúst 2025 22:16
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. 20. ágúst 2025 13:01