Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið 15. október 2025 15:31 Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Félagsmiðstöðvar eru meira en hús með borðtennisborði og PlayStation. Þær eru faglegt uppeldisstarf sem byggir á rannsóknum, hugmyndafræði og menntun sérfræðinga í frítímastarfi. Starfið er markvisst og meðvitað og það byggir á trausti, tengslum og að mæta börnum og unglingum á þeirra eigin forsendum. Við vitum að þegar við bjóðum unglingum upp á öruggt rými með jákvæðum fyrirmyndum og fjölbreyttum viðfangsefnum, þá aukum við líkurnar á heilbrigðum lífsstíl og drögum úr áhættuhegðun. Félagsmiðstöðvar eru því ekki bara „góð viðbót“, þær eru kjarninn í forvarnarstarfi og félagslegu öryggisneti ungs fólks. En nú er verið að draga úr! Ekki auka þessa grunnstoð. Á Akureyri var til að mynda öllu fagfólki félagsmiðstöðva sagt upp í sl. vor og starfsemin færð undir stjórn skólastjórnenda. Til að setja í samhengi má segja að það sé eins og við myndum leggja niður heilbrigðisþjónustu og segja leikskólastjórum að sinna skurðlækningum. Þetta er ekki spurning um góðan ásetning heldur spurning um fagmennsku. Það skiptir máli að frítími barna sé skipulagður af fólki sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði. Fólki sem hefur þjálfun í að styðja við sjálfsmynd barna, efla félagsfærni og byggja upp verndandi tengslanet í kringum unglinga. Þetta er ekki hlutverk skólastjóra, sem sinna allt öðru fagstarfi, heldur sérfræðinga í frístundastarfi, sérfræðinga í hópaþróun, sérfræðinga í að finna styrkleika og efla þá í hverjum á einum á þeirra forsendum. Sérfræðinga í að skapa öruggt rými þar sem hægt er að rekast á í samskiptum og sérfræðinga í að veita tólin og tækin til að vinna úr þeim árekstrum ásamt öruggu rými til þess að læra af því. Sérfræðinga í ígrundun og reynslunámi. Sérfræðinga í félagsfærni sem skiptir mestu máli á tímum gervigreindar. Sérfræðinga í frítíma barna og ungmenna. Við sjáum merki um breytingar í unglingamenningu og í raun miklu meira en merki. Við sjáum aukna vanlíðan, aukna áhættuhegðun og aukið ofbeldi. Það sýnir hversu mikilvægt það er að eiga einhvern sem maður getur treyst. Einhvern sem segir: „Ég sé þig. Þú ert velkomin/n/ð.“ Sá “einhver” er oftar en ekki starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við virkilega veikja þessa starfsemi? Eða ætlum við að styrkja hana, efla hana og veita henni þá virðingu sem hún á skilið? Því sem samfélag getum við valið. Við getum staðið með börnum og unglingum. Við getum veitt þeim rými, traust og tengsl. Við getum sagt: „Tíminn þinn skiptir máli og við erum hér til að styðja þig.“ Ég vil að við gefum í. Til hamingju við öll með félagsmiðstöðvar og öryggið sem þær færa börnunum okkar og unglingum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og formaður Framsóknar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Félagsmiðstöðvar eru meira en hús með borðtennisborði og PlayStation. Þær eru faglegt uppeldisstarf sem byggir á rannsóknum, hugmyndafræði og menntun sérfræðinga í frítímastarfi. Starfið er markvisst og meðvitað og það byggir á trausti, tengslum og að mæta börnum og unglingum á þeirra eigin forsendum. Við vitum að þegar við bjóðum unglingum upp á öruggt rými með jákvæðum fyrirmyndum og fjölbreyttum viðfangsefnum, þá aukum við líkurnar á heilbrigðum lífsstíl og drögum úr áhættuhegðun. Félagsmiðstöðvar eru því ekki bara „góð viðbót“, þær eru kjarninn í forvarnarstarfi og félagslegu öryggisneti ungs fólks. En nú er verið að draga úr! Ekki auka þessa grunnstoð. Á Akureyri var til að mynda öllu fagfólki félagsmiðstöðva sagt upp í sl. vor og starfsemin færð undir stjórn skólastjórnenda. Til að setja í samhengi má segja að það sé eins og við myndum leggja niður heilbrigðisþjónustu og segja leikskólastjórum að sinna skurðlækningum. Þetta er ekki spurning um góðan ásetning heldur spurning um fagmennsku. Það skiptir máli að frítími barna sé skipulagður af fólki sem hefur menntun í tómstunda- og félagsmálafræði. Fólki sem hefur þjálfun í að styðja við sjálfsmynd barna, efla félagsfærni og byggja upp verndandi tengslanet í kringum unglinga. Þetta er ekki hlutverk skólastjóra, sem sinna allt öðru fagstarfi, heldur sérfræðinga í frístundastarfi, sérfræðinga í hópaþróun, sérfræðinga í að finna styrkleika og efla þá í hverjum á einum á þeirra forsendum. Sérfræðinga í að skapa öruggt rými þar sem hægt er að rekast á í samskiptum og sérfræðinga í að veita tólin og tækin til að vinna úr þeim árekstrum ásamt öruggu rými til þess að læra af því. Sérfræðinga í ígrundun og reynslunámi. Sérfræðinga í félagsfærni sem skiptir mestu máli á tímum gervigreindar. Sérfræðinga í frítíma barna og ungmenna. Við sjáum merki um breytingar í unglingamenningu og í raun miklu meira en merki. Við sjáum aukna vanlíðan, aukna áhættuhegðun og aukið ofbeldi. Það sýnir hversu mikilvægt það er að eiga einhvern sem maður getur treyst. Einhvern sem segir: „Ég sé þig. Þú ert velkomin/n/ð.“ Sá “einhver” er oftar en ekki starfsfólkið í félagsmiðstöðvunum. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við virkilega veikja þessa starfsemi? Eða ætlum við að styrkja hana, efla hana og veita henni þá virðingu sem hún á skilið? Því sem samfélag getum við valið. Við getum staðið með börnum og unglingum. Við getum veitt þeim rými, traust og tengsl. Við getum sagt: „Tíminn þinn skiptir máli og við erum hér til að styðja þig.“ Ég vil að við gefum í. Til hamingju við öll með félagsmiðstöðvar og öryggið sem þær færa börnunum okkar og unglingum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknar og formaður Framsóknar í Reykjavík.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun