Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 09:59 Blaðamönnum sem samþykktu ekki nýju reglurnar var gert að ganga út úr varnarmálaráðuneytinu í gær. AP/Kevin Wolf Tugir blaðamanna skiluðu í gær inn pössum sínum og gengu út úr varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það gerðu þeir í stað þess að samþykkja nýjar reglur Pete Hegseth, ráðherra, um störf blaðamanna í byggingunni en einungis einn miðill samþykkti þær. Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Blaðamenn vestanhafs segja þar að auki að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. „Það er ekki blaðamennska“ Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun í sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Jack Keane, fyrrverandi herforingi og álitsgjafi fyrir Fox News, sem samþykkti ekki reglurnar, sagði í gær að markmið Hegseth væri að stýra alfarið flæði upplýsinga. Hann sagði forsvarsmenn ráðuneytisins vilja mata blaðamenn upplýsingum og fréttum. „Það er ekki blaðamennska,“ sagði Keane samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að þegar hann vann í ráðuneytinu hafi hann látið nýja herforingja taka námskeið um mikilvægi fjölmiðla svo þeir sæju blaðamenn í öðru ljósi. „Það kom fyrir að fréttir voru sagðar þannig að mér var nokkuð brugðið. En það var yfirleitt út af einhverju sem við höfðum gert verr en við hefðum átt að gera,“ sagði Keane. Áður en hann boðaði nýju reglurnar hafði Hegseth sett tálma á blaðamenn og dregið úr flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Hann hefur haldið einungis tvo blaðamannafundi og ítrekað opnað rannsóknir vegna meintra leka úr ráðuneytinu. Eini miðillinn sem samþykkti Samtök blaðamanna í varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon Press Association, eru skipuð 101 blaðamanni frá 56 fjölmiðlum. Eins og áður segir samþykkti einungis einn miðill nýjar reglur Hegseth og var það One America News Network, eða OANN. Það er verulega íhaldssamur miðill sem stutt hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, dyggilega. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins í ráðuneytinu segist hafa verið rekinn fyrr á þessu ári fyrir að hafa skrifað pistil þar sem hún gagnrýndi aðgerðir Hegseth varðandi fjölmiðla. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Reglurnar setja verulega tálma á störf blaðamanna í ráðuneytinu og meina þeim í raun að birta fréttir sem hafa ekki verið samþykktar af yfirmönnum ráðuneytisins og að spyrja starfsmenn spurninga. Blaðamenn vestanhafs segja þar að auki að reglurnar fari gegn fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og fjölmiðla. Blaðamenn vestanhafs segja einnig að nærri því billjón dala (1.000.000.000.000) af sameiginlegum fjármunum Bandaríkjamanna fari gegnum ráðuneytið. Almenningur hafi rétt á því að vita hvernig þeim fjármunum sé varið. „Það er ekki blaðamennska“ Reglurnar nýju meina blaðamönnum aðgang að stórum hlutum ráðuneytisins án fylgdar og fela í sér að blaðamenn sem spyrja starfsmenn ráðuneytisins spurninga um málefni sem hafa ekki verið samþykkt af forsvarsmönnum ráðuneytisins, hvort sem þau snúa að ríkisleyndarmálum eða ekki, verði vísað úr ráðuneytinu. Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur haldið því fram að blaðamenn vilji fá að vaða um allt ráðuneytið og fá óhindraðan aðgang að hernaðarleyndarmálum en það segja blaðamenn vera kolrangt. Þeir segja enn fremur að það að samþykkja reglurnar feli í raun í sér viðurkenningu á því að það að birta fréttir sem yfirvöld hafi ekki gefið grænt ljós á, sé ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Það sé kolrangt. Jack Keane, fyrrverandi herforingi og álitsgjafi fyrir Fox News, sem samþykkti ekki reglurnar, sagði í gær að markmið Hegseth væri að stýra alfarið flæði upplýsinga. Hann sagði forsvarsmenn ráðuneytisins vilja mata blaðamenn upplýsingum og fréttum. „Það er ekki blaðamennska,“ sagði Keane samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að þegar hann vann í ráðuneytinu hafi hann látið nýja herforingja taka námskeið um mikilvægi fjölmiðla svo þeir sæju blaðamenn í öðru ljósi. „Það kom fyrir að fréttir voru sagðar þannig að mér var nokkuð brugðið. En það var yfirleitt út af einhverju sem við höfðum gert verr en við hefðum átt að gera,“ sagði Keane. Áður en hann boðaði nýju reglurnar hafði Hegseth sett tálma á blaðamenn og dregið úr flæði upplýsinga frá ráðuneytinu. Hann hefur haldið einungis tvo blaðamannafundi og ítrekað opnað rannsóknir vegna meintra leka úr ráðuneytinu. Eini miðillinn sem samþykkti Samtök blaðamanna í varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon Press Association, eru skipuð 101 blaðamanni frá 56 fjölmiðlum. Eins og áður segir samþykkti einungis einn miðill nýjar reglur Hegseth og var það One America News Network, eða OANN. Það er verulega íhaldssamur miðill sem stutt hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, dyggilega. Fyrrverandi blaðamaður miðilsins í ráðuneytinu segist hafa verið rekinn fyrr á þessu ári fyrir að hafa skrifað pistil þar sem hún gagnrýndi aðgerðir Hegseth varðandi fjölmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira