Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2025 06:50 Bart De Wever, forsætisráðherra Belgíu, mætir til fundarins í gær. Getty/Photonews/Philip Reynaers Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær og samþykktu að óska eftir tillögum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leiðir til að styðja Úkraínu fjárhagslega. Áður hafði staðið til að gefa út samþykkt þess efnis að í tillögunum yrðu einnig settir fram möguleikar á nýtingu frystra eigna Rússlands. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði eftir fundinn að finn þyrfti leiðir til að láta verða af frekari fjárhagsstuðningi við Úkraínu með nýtingu rússnesku eignanna. Koma þyrfti ákveðnum málum á hreint og vinna úr þeim. Næsti fundur um málið verður haldinn í desember. Good discussions at EUCO, starting with Ukraine.Europe & its partners will keep the pressure high on Russia.And stand by Ukraine for as long as it takes.The Commission will present options for the Reparations Loan and take the work forward ↓ https://t.co/rAy7nY0JqH— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) October 23, 2025 Grundvallarhugmyndin er sú að nýta frystu eignirnar til að veita Úkraínumönnum lán, sem þeir myndu ekki þurfa að endurgreiða fyrr en Rússar hefðu samþykkt að greiða þeim skaðabætur vegna innrásarinnar. Eins og fyrr segir, virðist málið stranda á Belgíu, þar sem um 86 prósent af öllum eignum Rússlands í Evrópu eru geymdar. Forsætisráðherrann Bart De Wever sagði í gær að Belgar þyrftu tryggingar fyrir því að þeir stæðu ekki einir ef eitthvað færi úrskeðis og Rússar reyndu skyndilega að endurheimta féð. „Ef menn vilja gera þetta þá verðum við að gera þetta saman. Við viljum tryggingar fyrir því að ef það þarf að endurgreiða peningana þá leggi öll aðildarríkin sitt af mörkum. Belgía getur ekki setið ein uppi með afleiðingarnar,“ sagði forsætisráðherrann. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem er hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta, var ekki viðstaddur fundinn í Brussel í gær. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Belgía Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sjá meira