Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 15:03 Sanae Takaichi á japanska þinginu í morgun. AP/Eugene Hoshiko Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert. Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert.
Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Sjá meira
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36