Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Agnar Már Másson skrifar 26. október 2025 13:33 Timothy Mellon stóð undir kostnaði auglýsinga hjá bæði Trump og Kennedy. Nú borgar hann laun hermanna meðan ríkisstofnanir liggja í lamasessi. Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið samþykkti að taka við 130 milljón dala gjöf frá ónafngreindum einkaaðila, sem nota á til að greiða laun hermanna. Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði „föðurlandsvin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunarinnar. Hver sá vinur er hefur þó ekki komið í ljós, fyrr en nú. Velunnari hersins reyndist vera Timothy Mellon, milljarðamæringur og einn fjársterkasti stuðningsmaður Trumps, samkvæmt heimildum New York Times, en styrkurinn var gefinn í nafnleynd. „Hann vill ekkert umtal,“ hafði Trump sagt á föstudag þegar blaðamenn ræddu við hann í vikunni um peningagjöfina. „Hann vill helst ekki að nafn sitt sé nefnt, sem er nokkuð óvenjulegt í þeim heimi sem ég kem úr og í stjórnmálum. Maður vill að nafn manns sé nefnt.“ Eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins Hvíta húsið neitaði að tjá sig um málið og New York Times kveðst ekki hafa náð í Mellon. Mellon er erfingi gríðarmikilla auðæfa þar sem langafi hans, Thomas Mellon, stofnaði Mellon Bank árið 1870 sem nú heitir Mellon Financial Corporation. Í fyrra lagði hann 50 milljónir dala (6,1 ma.kr.) í kosningasjóði til stuðnings Donald Trump. Afi hans, Andrew Merton, var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mellon hefur afar nýlega orðið að virkum stuðningsmanni Repúblikanaflokksins. Auðjöfurinn þykir fremur hlédrægur þrátt fyrir að verja miklu fé í að styðja stjórmálasamtök. Hann var einn helsti stuðningsmaður Roberts F. Kennedy heilbrigðisráðherra þegar hann var í kosningabaráttu til forseta. Varnarmálaráðuneytið ítrekar í svari til NYT að það hafi þegið fjárhæðina sem gjöf. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum á stöðvun ríkisreksturs í Bandaríkjunum stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“