Erlent

Hafa fundið Cessna-vélina

Atli Ísleifsson skrifar
Síðasta skráða lofthæð flugvélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall, sem gnæfir yfir Nuuk, er 1.210 metrar á hæð. Myndin er úr safni.
Síðasta skráða lofthæð flugvélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall, sem gnæfir yfir Nuuk, er 1.210 metrar á hæð. Myndin er úr safni. Getty

Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af.

Í frétt Sermitsiaq segir að vélin hafi fundist á afskekktum og erfiðum stað, en um var að ræða eins hreyfils Cessna-vél frá Kanada sem hvarf af ratsjám norður af Nuuk síðdegis á laugardag.

„Því miður komst enginn lífs af,“ segir í yfirlýsingu frá dönskum flugmálayfirvöldum. Búið er að upplýsa aðstandendur flugmannsins frá málinu.

Naviair greindi frá því í gær að einn hafi verið um borð í vélinni sem hvarf frá Sermitsiaq-eyju. Notast var við þyrlur og flugvélar, auk þess að danska herskipið Knud Rasmussen kom að leitinni.

Í yfirlýsingunni þakkar Naviair sérstaklega danska hernum á norðurslóðum, lögreglunni á Grænlandi, Air Greenland og öðrum björgunaraðilum fyrir aðstoð við leitina.

Síðasta skráða lofthæð flugvélarinnar nam 1.143 metrum en Sermitsiaq-fjall er 1.210 metrar á hæð.


Tengdar fréttir

Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið

Umfangsmikilli leit að flugvél sem hvarf skammt utan Nuuk á Grænlandi hefur aftur verið frestað en hún hefur enn engan árangur borið. Leitin mun halda áfram á morgun, mánudag. Einn var um borð.

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×